„Þetta var frábær sigur, þó að leikurinn sjálfur var það ekki“ Hinrik Wöhler skrifar 15. desember 2022 23:20 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, er oftar en ekki þungt hugsi á hliðarlínunni. vísir/Diego Stjarnan sigraði FH með minnsta mun í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handbolta í kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í 8-liða úrslitin. Lokatölur í Kaplakrika 23-24 og eðlilega var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok. Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“ Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“
Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20