Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 09:00 Elon Musk er umdeildur. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk. Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk.
Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira