Í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnsson, veðurfræðingi kemur fram að nú sé lægð að myndast vestan við land og reiknað með ofankomu og fjúki á Snæfellsnesi. Líklegt sé að ófærð myndist á svæðinu í nótt og í fyrramálið.
Einnig er búist við snjó suðvestanlands í nótt og í fyrramálið, þó minna en á Snæfellsnesi.
Veðurhorfur næstu daga
Á laugardag: Austan og suðaustan 10-18 m/s og víða snjókoma, en úrkomulítið um kvöldið. Hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi og dálítil él við ströndina. Frost 2 til 15 stig, kaldast norðaustantil.
Á sunnudag: Norðaustan 8-15 og dálítil él, en þurrt sunnan- og suðvestanlands. Áfram kalt í veðri.
Á mánudag og þriðjudag: Allhvöss eða hvöss norðaustanátt og él um landið norðan- og austanvert. Frost 2 til 10 stig.
Á miðvikudag (vetrarsólstöður) og fimmtudag: Norðlæg átt og dálítil él, en þurrt sunnan heiða. Talsvert frost.
Nánari upplýsingar um veður næstu daga má sjá á vef Veðurstofunnar.