Lyfja valið markaðsfyrirtæki ársins 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2022 13:29 Fulltrúar Lyfju við afhendingu íslensku markaðsverðlaunanna í gærkvöldi Ímark Lyfja var valið markaðsfyrirtæki ársins þegar íslensku markaðsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi í 29. skipti við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þetta er í fyrsta skipti sem Lyfja hlýtur þessa viðurkenningu. Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira