Nökkvi var bæði markakóngur Bestu deildarinnar í sumar og valinn besti leikmaður hennar. Hann hefur svo spilað einkar vel með Beerschot í belgísku B-deildinni að undanförnu.
Dalvíkingurinn er annar tveggja nýliða í landsliðshópnum. Hinn er Aron Bjarnason, leikmaður Sirius í Svíþjóð.
Eins og venjan er með leiki í janúar er landsliðshópurinn skipaður leikmönnum úr liðum á Englandi, Noregi og Svíþjóð.
„Janúarverkefni hafa fest sig vel í sessi sem hluti af dagatali A landsliðs karla og hafa nýst vel í gegnum tíðina. Þetta er auðvitað ekki FIFA-gluggi þannig að félögum ber ekki skylda til að sleppa leikmönnum í verkefnið. Það er lítið við því að gera og við berum bara virðingu fyrir því. Hópurinn sem við erum með núna er góð blanda leikmanna úr ýmsum áttum og við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Við tilkynnum 22 leikmenn núna, það er líklegt að sá 23. bætist við, en það skýrist síðar,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, á heimasíðu KSÍ.
Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð fjórum dögum seinna. Báðir leikirnir fara fram á Algarve, sá fyrri á Estadio Nora og sá síðari á Estadio Algarve.
Landsliðshópurinn
Markverðir:
- Frederik Schram – 6 leikir
- Hákon Rafn Valdimarsson – 3 leikir
- Patrik Sigurður Gunnarsson – 2 leikir
Aðrir leikmenn:
- Andri Lucas Guðjohnsen – 12 leikir, 2 mörk
- Arnór Ingvi Traustason – 44 leikir, 5 mörk
- Arnór Sigurðsson – 25 leikir, 2 mörk
- Aron Bjarnason – 0 leikir, 0 mörk
- Aron Sigurðarson – 6 leikir, 2 mörk
- Dagur Dan Þórhallsson – 2 leikir, 0 mörk
- Damir Muminovic – 4 leikir, 0 mörk
- Danijel Dejan Djuric – 1 leikur, 0 mörk
- Davið Kristján Ólafsson – 11 leikir, 0 mörk
- Guðlaugur Victor Pálsson – 31 leikur, 1 mark
- Höskuldur Gunnlaugsson – 7 leikir, 0 mörk
- Ísak Snær Þorvaldsson – 2 leikir, 0 mörk
- Júlíus Magnússon – 3 leikir, 0 mörk
- Kristall Máni Ingason – 2 leikir, 0 mörk
- Nökkvi Þeyr Þórisson - 0 leikir, 0 mörk
- Róbert Orri Þorkelsson – 2 leikir, 0 mörk
- Sveinn Aron Guðjohnsen – 17 leikir, 1 mark
- Valgeir Lunddal Friðriksson – 4 leikir, 0 mörk
- Viktor Örlygur Andrason – 3 leikir, 0 mörk