Hörður greinir frá því á Facebook að hann hafi hafið störf hjá Vaxa í byrjun mánaðar.
Hann tilkynnti í september síðastliðinn að hann væri hættur hjá Macland og að hann myndi vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.
Vaxa Technologies var stofnað árið 2017 og ræktar smáþörunga til manneldis í jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Fyrirtækið hyggst koma vörum á markað undir vörumerkinu ÖRLÖ.
Hörður var í hópi þeirra sem stofnuðu Macland árið 2010, en fyrsta verslunin var opnuð í gamla Sirkushúsinu á Klapparstíg. Þá var önnur verslun rekin á Laugavegi 17 í átta ár.