Íslensk jól: fyrir alla eða bara suma? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 19. desember 2022 07:01 Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Trúmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun