Tólf hundruð veðurtepptum ferðalöngum bjargað af Grindavíkurvegi í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 12:03 Frá aðgerðum á Grindavíkurvegi. Margir lögðu leið sína í Bláa lónið í gær þrátt fyrir snjóbyl og þurfti að opna þar fjöldahjálparmiðstöð. aðsend Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag. Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“ Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“
Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02
Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05
Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08