Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 11:23 Jóhann Ingi er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa sótt Roma Tre háskólann í Róm. Bent Marinósson Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eftir að faraldurinn reið yfir hefur fyrirtækið vaxið mikið, þar sem fleiri fyrirtæki kjósa að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrifa undir samninga hvar og hvenær sem er. Þessar undirskriftir bera sömu réttarfarslegu áhrif og handskrifaðar undirskriftir og draga verulega úr umhverfislosun og kostnaði tengdum pappírsvinnslu. Dokobit lítur fram á áframhaldandi vöxt og hefur því staðið í ráðningarferlum undanfarið. Jóhann Ingi gegndi áður stöðu markaðsstjóra hjá Solid Clouds og Lumenox Games, ásamt því að sjá um eigin rekstur sem hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóð Íslands. Hann hefur farið víða í námi sínu, en hann er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa sótt Roma Tre háskólann í Róm. „Ég er þakklátur að fá að stýra markaðsstarfi Dokobit á Íslandi og vekja athygli á þeirri stafrænu byltingu sem fylgir rafrænum undirskriftum. Fyrirtæki eru sífellt að átta sig á virði þess að færa sig úr pappírsgögnum og með þjónustu Dokobit eykst öryggi gagna samhliða. Það er spennandi að taka þátt í þessari vegferð og vekja athygli á tækni sem bæði auðveldar lífið og dregur úr umhverfislosun,“ segir Jóhann Ingi. „Það er mikill fengur að fá Jóhann til liðs við okkur sem mun styrkja teymið okkar enn frekar. Jóhann hefur víðtæka reynslu af stafrænum markaðsmálum sem mun nýtast vel í okkar vegferð. Almenn þekking á rafrænum undirskriftum er í dag orðin mun meiri en áður var. Okkar markmið er gera tæknina einfalda og aðgengilega til þess að fyrirtæki geti á einfaldan hátt nýtt hana í sinni stafrænu vegferð. Ég býð Jóhann hjartanlega velkominn í hópinn og hlakka til samstarfsins," segir Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi. Vistaskipti Solid Clouds Stafræn þróun Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Eftir að faraldurinn reið yfir hefur fyrirtækið vaxið mikið, þar sem fleiri fyrirtæki kjósa að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrifa undir samninga hvar og hvenær sem er. Þessar undirskriftir bera sömu réttarfarslegu áhrif og handskrifaðar undirskriftir og draga verulega úr umhverfislosun og kostnaði tengdum pappírsvinnslu. Dokobit lítur fram á áframhaldandi vöxt og hefur því staðið í ráðningarferlum undanfarið. Jóhann Ingi gegndi áður stöðu markaðsstjóra hjá Solid Clouds og Lumenox Games, ásamt því að sjá um eigin rekstur sem hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóð Íslands. Hann hefur farið víða í námi sínu, en hann er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa sótt Roma Tre háskólann í Róm. „Ég er þakklátur að fá að stýra markaðsstarfi Dokobit á Íslandi og vekja athygli á þeirri stafrænu byltingu sem fylgir rafrænum undirskriftum. Fyrirtæki eru sífellt að átta sig á virði þess að færa sig úr pappírsgögnum og með þjónustu Dokobit eykst öryggi gagna samhliða. Það er spennandi að taka þátt í þessari vegferð og vekja athygli á tækni sem bæði auðveldar lífið og dregur úr umhverfislosun,“ segir Jóhann Ingi. „Það er mikill fengur að fá Jóhann til liðs við okkur sem mun styrkja teymið okkar enn frekar. Jóhann hefur víðtæka reynslu af stafrænum markaðsmálum sem mun nýtast vel í okkar vegferð. Almenn þekking á rafrænum undirskriftum er í dag orðin mun meiri en áður var. Okkar markmið er gera tæknina einfalda og aðgengilega til þess að fyrirtæki geti á einfaldan hátt nýtt hana í sinni stafrænu vegferð. Ég býð Jóhann hjartanlega velkominn í hópinn og hlakka til samstarfsins," segir Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi.
Vistaskipti Solid Clouds Stafræn þróun Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira