Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2022 13:44 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað ferðast til Rússlands og hitt Pútín. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31
Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48
Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47
Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04