Um helmingur þolenda kynferðisbrota verða fyrir broti af hálfu ókunnugra Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 15:08 Um 19 prósent Íslendinga tilkynntu kynferðisbrot til lögreglu sem áttu sér stað árið 2021. Getty Um tvö prósent Íslendinga 18 ára og eldri urðu fyrir kynferðisbroti árið 2021, og í yfir helmingi tilvika hafði einhver þeim ókunnugur beitt ofbeldinu. Í sextán prósent tilvika var kynferðisofbeldið af hálfu „fyrrverandi maka“, sem var mögulegar núverandi maki þegar atvikið átti sér stað. Þetta kemur fram í könnun á reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa og viðhorfum til lögreglu sem lögð var fyrir landsmenn 18 ára og eldri í sumar. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa að rannsókninni. Spurningarnar sneru að reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa, og viðhorfi til lögreglu. Aldrei fleiri tilkynningar um kynferðisbrot Í niðurstöðum kemur fram að árið 2021 leituðu tuttugu og átta prósent landsmanna til lögreglu um aðstoð eða þjónustu. Um nítján prósent Íslendinga tilkynntu kynferðisbrot til lögreglu sem áttu sér stað árið 2021. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu. Spurt var um reynslu af því að einhver deildi án leyfis kynferðislegu efni sem olli ama árið 2021. Um eitt prósent svarenda sögðust hafa orðið fyrir slíku og tvö prósent sögðust hafa fengið hótun um slíkt. Tæplega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða fjörtíu og sjö prósent sagðist frekar eða mjög öruggir í miðborg Reykjavíkur að kvöldlagi eða eftir miðnætti um helgar. Um sextíu prósent karla telja sig örugga og þrjátíu og fjögur prósent kvenna. Flestir ánægðir með þjónustu lögreglu Af þeim sem leituðu til lögreglu voru sjötíu og átta prósent frekar eða mjög ánægð með þjónustu/aðstoð lögreglu sem er aðeins lægra hlutfall en síðustu ár á undan. Flestir nýttu sér samfélagsmiðla til að hafa samband á Suðurnesjum, eða tuttugu og fjögur prósent og um tuttugu prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hlutfallið einnig hátt hjá íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra þar sem átján til nítján prósent nýttu sér þessa leið. Almennt telja sjötíu og þrjú prósent Íslendinga lögreglu vera aðgengilega. Íbúar á Norðurlandi vestra telja lögreglu síst aðgengilega en í strjálbýli getur verið langt í næstu lögreglustöð. Mjög svipað hlutfall svarenda varð fyrir innbroti árið 2021 og fyrri ár, eða sjö prósent íbúa. Hins vegar urðu færri fyrir þjófnaði 2021 og 2020 miðað við fyrri ár, voru sex prósent 2021 og sjö prósent 2020, en allt upp í þrettán prósent landsmanna árin þar á undan. Um fjögur prósent urðu fyrir því að svikið var af þeim fé við kaup á vöru á netinu. Þá urðu sex prósent fyrir tilraun til slíks brots. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Í sextán prósent tilvika var kynferðisofbeldið af hálfu „fyrrverandi maka“, sem var mögulegar núverandi maki þegar atvikið átti sér stað. Þetta kemur fram í könnun á reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa og viðhorfum til lögreglu sem lögð var fyrir landsmenn 18 ára og eldri í sumar. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa að rannsókninni. Spurningarnar sneru að reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa, og viðhorfi til lögreglu. Aldrei fleiri tilkynningar um kynferðisbrot Í niðurstöðum kemur fram að árið 2021 leituðu tuttugu og átta prósent landsmanna til lögreglu um aðstoð eða þjónustu. Um nítján prósent Íslendinga tilkynntu kynferðisbrot til lögreglu sem áttu sér stað árið 2021. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu. Spurt var um reynslu af því að einhver deildi án leyfis kynferðislegu efni sem olli ama árið 2021. Um eitt prósent svarenda sögðust hafa orðið fyrir slíku og tvö prósent sögðust hafa fengið hótun um slíkt. Tæplega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða fjörtíu og sjö prósent sagðist frekar eða mjög öruggir í miðborg Reykjavíkur að kvöldlagi eða eftir miðnætti um helgar. Um sextíu prósent karla telja sig örugga og þrjátíu og fjögur prósent kvenna. Flestir ánægðir með þjónustu lögreglu Af þeim sem leituðu til lögreglu voru sjötíu og átta prósent frekar eða mjög ánægð með þjónustu/aðstoð lögreglu sem er aðeins lægra hlutfall en síðustu ár á undan. Flestir nýttu sér samfélagsmiðla til að hafa samband á Suðurnesjum, eða tuttugu og fjögur prósent og um tuttugu prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hlutfallið einnig hátt hjá íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra þar sem átján til nítján prósent nýttu sér þessa leið. Almennt telja sjötíu og þrjú prósent Íslendinga lögreglu vera aðgengilega. Íbúar á Norðurlandi vestra telja lögreglu síst aðgengilega en í strjálbýli getur verið langt í næstu lögreglustöð. Mjög svipað hlutfall svarenda varð fyrir innbroti árið 2021 og fyrri ár, eða sjö prósent íbúa. Hins vegar urðu færri fyrir þjófnaði 2021 og 2020 miðað við fyrri ár, voru sex prósent 2021 og sjö prósent 2020, en allt upp í þrettán prósent landsmanna árin þar á undan. Um fjögur prósent urðu fyrir því að svikið var af þeim fé við kaup á vöru á netinu. Þá urðu sex prósent fyrir tilraun til slíks brots.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira