„Ég held að við komumst aldrei heim“ Atli Arason skrifar 19. desember 2022 22:01 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í kvöld. Atli Arason Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. „Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum. Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
„Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum.
Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira