FIA skerðir tjáningarfrelsi keppenda Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 12:31 Lewis Hamilton hefur lagt sig hvað mest fram við að vekja athygli á málefnum líkt og loftlagsmálum eða réttindum hinseginfólks. AP Photo/Kamran Jebreili FIA, alþjóðasamband akstursíþrótta, sem er meðal annars yfir Formúlu 1 kappakstrinum, hefur samþykkt nýja reglugerð sem skerðir tjáningarfrelsi ökuþóra til muna. Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum. Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Borið hefur á pólitískum skilaboðum ökuþóra í Formúlu 1 síðustu misseri þar sem þeir hafa klæðst bolum eða hjálmum til stuðnings réttindum hinsegin fólks eða til að vekja athygli á loftlagsmálum. Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa verið mest áberandi hvað það varðar, en eftir nýjasta útspil FIA er ljóst að draga mun úr slíku á næstunni. Regnbogahjálmur sem Lewis Hamilton bar á höfði sér í Katarkappakstrinum í fyrra.Mark Thompson/Getty Images Sambandið samþykkti í gær reglugerð sem kemur í veg fyrir að ökuþórar sendi ákveðin persónuleg eða pólitísk skilaboð nema þau séu samþykkt fyrirfram af FIA. Í reglugerðinni segir að eftirfarandi brjóti í bága við nýju reglugerðina: „Almenn framsetning eða birting á pólitískum, trúarlegum og persónulegum yfirlýsingum eða athugasemdum, sérstaklega þær sem brjóti í bága við almenna hlutleysisreglu FIA í lögum þess, nema það sé fyrirfram samþykkt skriflega af FIA,“ Breyting FIA er gerð í kjölfar heimsmeistaramóts karla í fótbolta, sem fram fór í Katar, þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði refsingum gegn liðum sem bæru svokölluð One Love-regnbogabönd sem var ætlað að stuðla að auknum réttindum hinsegin fólks. Lewis Hamilton hefur bar regnbogahjálm þegar hann keppti í Katar árið 2021, og gerði slíkt hið sama í Sádí-Arabíu og Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samkynhneigð er ólögleg í öllum þremur ríkjunum.
Tjáningarfrelsi Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira