Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2022 19:01 Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í Ráðgjafateymi borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Vísir/Egill Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum. MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum.
MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira