Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 17:43 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs. Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs.
Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50