Ósáttur við Blaksambandið: „Ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 18:00 Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ótrúlegt að RÚV sé bendlað við málið. Vísir/Samsett Hilmar Björnsson, íþróttastjóri á RÚV, skilur ekkert í ummælum Grétars Eggertssonar, formanns Blaksambands Íslands, við Vísi í morgun þess efnis að RÚV hafi rukkað sambandið um háar fjárhæðir vegna útsendinga á landsleikjum. Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Sjá meira
Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Sjá meira