Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2022 06:26 Zelensky var vel tekið á bandaríska þinginu í gær. epa/Michael Reynolds „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. Selenskí heimsótti þingið og Hvíta húsið í gær, í sinni fyrstu opinberu heimsókn á erlendri grundu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Honum var vel tekið af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir að köll heyrist nú í síðarnefnda hópnum um endurskoðun fjárframlaga Bandaríkjanna til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi eftir tveggja tíma fund með Selenskí að það væri hins vegar engan bilbug að finna meðal bandamanna og að Bandaríkin myndu styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefði. Happening Now: President Biden hosts a joint press conference with President Volodymyr Zelenskyy of Ukraine. https://t.co/6WhOYPL79t— The White House (@WhiteHouse) December 21, 2022 Biden sagði Selenskí hafa ítrekað mikilvægi samstöðu út árið 2023 og sagði ekki myndu skorta á hana af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrr um daginn var tilkynnt um viðbótarframlag Bandaríkjanna upp á 1,8 milljarð dala, þar á meðal Patriot eldflaugavarnakerfi. Á blaðamannafundinum var Selenskí spurður að því hvað hann teldi „sanngjörn“ endalok á átökunum í landinu. Forsetinn sagðist ekki myndu slá af kröfum Úkraínumanna um sjálfræði, frelsi og endurheimt alls landsvæðis Úkraínu. Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“ Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Selenskí heimsótti þingið og Hvíta húsið í gær, í sinni fyrstu opinberu heimsókn á erlendri grundu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Honum var vel tekið af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir að köll heyrist nú í síðarnefnda hópnum um endurskoðun fjárframlaga Bandaríkjanna til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi eftir tveggja tíma fund með Selenskí að það væri hins vegar engan bilbug að finna meðal bandamanna og að Bandaríkin myndu styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefði. Happening Now: President Biden hosts a joint press conference with President Volodymyr Zelenskyy of Ukraine. https://t.co/6WhOYPL79t— The White House (@WhiteHouse) December 21, 2022 Biden sagði Selenskí hafa ítrekað mikilvægi samstöðu út árið 2023 og sagði ekki myndu skorta á hana af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrr um daginn var tilkynnt um viðbótarframlag Bandaríkjanna upp á 1,8 milljarð dala, þar á meðal Patriot eldflaugavarnakerfi. Á blaðamannafundinum var Selenskí spurður að því hvað hann teldi „sanngjörn“ endalok á átökunum í landinu. Forsetinn sagðist ekki myndu slá af kröfum Úkraínumanna um sjálfræði, frelsi og endurheimt alls landsvæðis Úkraínu. Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira