Sumir héldu að Sara hefði skipt yfir í liðakeppnina þegar fréttist af liði hennar Emily Rolfe og Katelin Van Zyl sem var tilkynnt af forráðamönnum Wodapalooza í gær.

Það var ekki svo. Sara verður vissulega með í liðakeppninni en hún mun fyrst keppa í einstaklingskeppninni. Það verður því mikið álag á henni þessa fjóra keppnisdaga frá 12. til 15. janúar.
Sara, Emily og Katelin hafa valið sér nafn á liðið sitt og kynntu það með skemmtilegu myndbandi á samfélagsliðum í gær.
Það þekkja allir Englana hans Charlie, Charlie's Angels, sem hafa verið stjörnur í sjónvarpi og bíómyndum í marga áratugi.
Sara, Emily og Katelin eru ekki Charlie's Angels en þær voru samt með skírskotun í englana hans Charlie í gær.
Stelpurnar hafa tekið þá ákvörðun að á mótinu í Wodapalooza munu þær kalla sig Spacers Angels. Hér fyrir neðan má sjá þær taka við kallinu.