Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Fyrstu fundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður 3. janúar eftir að þrír fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðust gegn því að hann yrði felldur niður. Vísir/Vilhelm Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Sambandið gerir kröfur foreldranna að sínum fyrir Félagsdómi E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Sambandið gerir kröfur foreldranna að sínum fyrir Félagsdómi E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira