Englandsmeistararnir slógu bikarmeistarana úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2022 21:53 Erling Barut Haaland hélt uppteknum hætti og skoraði eitt stykki mark í kvöld. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Englandsmeistarar Manchester City eru á leið í átta liða úrslit enska deildarbikarsins á kostnað ríkjandi bikarmeistara Liverpool efti 3-2 sigur í frábærum leik í kvöld. Bæði lið stilltu upp nokkuð sterkum byrjunarliðum í kvöld, enda alltaf mikilvægir leikir þegar þessi tvö lið mætast. Það tók Englandsmeistarana ekki nema tæpar tíu mínútur að brjóta ísinn og þar var á ferðinni norska markamaskínan Erling Braut Haaland eftir stoðsendingu frá Kevin de Bruyne. Fabio Carvalho jafnaði þó metin í 1-1 fyrir Liverpool tíu mínútum síðar og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun á fyrstu mínútunum. Riyad Mahrez kom heimamönnum yfir á nýjan leik strax á 47. mínútu áður en Mohamed Salah jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins mínútu síðar. Það var hins vegar miðvörðurinn Nathan Aké sem skoraði markið sem skildi liðin að þegar hann kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne á 58. mínútu. Niðurstaðan því 3-2 sigur Manchester City og Englandsmeistararnir eru á leið í átta liða úrslit enska deildarbikarsins, en ríkjandi meistarar Liverpool sitja eftir með sárt ennið. Fótbolti Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City eru á leið í átta liða úrslit enska deildarbikarsins á kostnað ríkjandi bikarmeistara Liverpool efti 3-2 sigur í frábærum leik í kvöld. Bæði lið stilltu upp nokkuð sterkum byrjunarliðum í kvöld, enda alltaf mikilvægir leikir þegar þessi tvö lið mætast. Það tók Englandsmeistarana ekki nema tæpar tíu mínútur að brjóta ísinn og þar var á ferðinni norska markamaskínan Erling Braut Haaland eftir stoðsendingu frá Kevin de Bruyne. Fabio Carvalho jafnaði þó metin í 1-1 fyrir Liverpool tíu mínútum síðar og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun á fyrstu mínútunum. Riyad Mahrez kom heimamönnum yfir á nýjan leik strax á 47. mínútu áður en Mohamed Salah jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins mínútu síðar. Það var hins vegar miðvörðurinn Nathan Aké sem skoraði markið sem skildi liðin að þegar hann kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne á 58. mínútu. Niðurstaðan því 3-2 sigur Manchester City og Englandsmeistararnir eru á leið í átta liða úrslit enska deildarbikarsins, en ríkjandi meistarar Liverpool sitja eftir með sárt ennið.