Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 liggur í gegnum Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 13:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri á CrossFit móti. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Jólagjöfin til CrossFit áhugafólks og keppenda er að fá að vita um keppnisstaðina í mikilvægustu mótum undankeppni heimsleikanna á næsta ári. CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu. CrossFit Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu.
CrossFit Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira