Ekki sýnt fram á að rekja megi banaslysið til jarðhræringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2022 11:16 Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. Vísir/Sigurjón GT verktakar eiga rétt á því að fá þriðjung þeirrar jarðýtu sem féll ofan í malarnámu í Þrengslunum árið 2020 bættan. Stjórnandi jarðýtunnar lést í slysinu. Hann er talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við stjórn jarðýtunnar. Ekki þykir sannað að stór jarðskjálfti, nokkrum dögum fyrir slysið, hafi átt þátt í því. Þann 22. október 2020 fannst karlmaður látinn í malarnámu í Þrengslunum. Strax var ljóst að jarðýta sem maðurinn stjórnaði fór fram af brún og féll ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Ýtan var af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vóg um 73 tonn og var í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. Jarðýtan hafði verið keypt árið áður á 160 milljónir króna, með kaupleigusamningi við Lykil fjármögnun. Verktakafyrirtækið var með húftryggingu fyrir jarðýtunni hjá tryggingarfélaginu VÍS. Tryggingafélagið hafnaði því hins vegar að bæta tjónið á þeim grundvelli að tjónið hafi orsakast af stórkostlegu gáleysi jarðýtustjórans og broti á varúðarreglu. Fór svo að verktakafyrirtækið stefndi VÍS vegna málsins. Jarðýtan er ein sú stærsta sinnar tegundar, sú stærsta sem Liebherr framleiðir.Vísir/Sigurjón Í dómi Héraðsdóms í málinu, sem féll í byrjun mánaðarins, kemur fram að við rannsókn lögreglu á slysinu komið í ljós að jarðýtustjórinn hafi neytt áfengis fyrir slysið, etanólmagn í blóði hans mældist 1,24 prómill. Byggði tryggingafélagið meðal annars mál sitt á því að með þessu hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Því hafi tryggingafélagið verið í rétti í því að skerða bótarétt verktakafyrirtækisins að fullu. Stór skjálfti reið yfir tveimur dögum fyrir slysið Verktakafyrirtækið byggði meðal annars mál sitt á því að ýmsar ástæður kunni að hafa verir fyrir slysinu. Ómögulegt væri að slá því föstu hvað kunni að hafa gerst er slysið átti sér stað, sem varð að næturlagi. Taldi fyrirtækið að líklegasta skýringin væri sú að jarðhræringar á svæðinu hafi haft þær afleiðingar á jarðveg fjallshlíðarinnar í námunni að los eða sprunga hafi myndast. Brúnin hafi svo gefið sig undan þunga jarðýtunnar. Jarðskjálfti að stærðinni 5,6 reið yfir svæðið tveimur dögum fyrir slysið. Þá taldi fyrirtækið einnig mögulegt að bilun hafi komið upp í jarðýtunni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að miðað við magn etanóls í blóði jarðýtustjórans hafi hann talist óhæfur til að stjórna jarðýtunni. Telja verði fullvíst að dómgreind hans hafi verið skert er jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni. Telur dómurinn að með því að neyta áfengis við vinnuna umrætt kvöld hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, ekki síst þar sem aðstæður umrætt kvöld hafi verið sérstaklega varasamar vegna mikils myrkurs og hvassviðris. Margt á huldu Í dómi héraðsdóms segir þó að óljóst sé hvernig það nákvæmlega gerðist að jarðýtan fór fram af brúninni, og að á öðrum stað að margt sé á huldu um það atriði. Taldi dómurinn þó að þar sem sýnt hafi verið fram á að jarðýtustjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis væri það á ábyrgð verktakafyrirtækisins að sýna fram á slysið hafi átt sér stað af öðrum orsökum. Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina. Kemur fram í dómi héraðsdóms að bíltæknirannsókn á vegum lögreglu hafi ekki leitt í ljós að bilun hafi orðið á jarðýtunni. Hvað varðar möguleikann á að jarðskjálfti hafi valdið slysinu telur héraðsdómur, sem meðal annars var skipaður Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingi, að ekkert bendi sérstaklega til þess að jarðhræringar hafi átt þátt í slysinu. Tekur dómurinn þó fram að ósanngjarnt sé að verktakafyrirtækið bæri eitt ábyrgð á tjóninu. Ekki verði séð að það hafi mátt vita af ölvunarástandi jarðýtustjórans, eða að það hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir það. Var niðurstaða héraðsdóms því að tryggingafélaginu beri að bæta verktakafyrirtækinu þriðjung jarðýtunnar. Dómsmál Ölfus Vinnuslys Tryggingar Tengdar fréttir Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33 Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Þann 22. október 2020 fannst karlmaður látinn í malarnámu í Þrengslunum. Strax var ljóst að jarðýta sem maðurinn stjórnaði fór fram af brún og féll ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Ýtan var af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vóg um 73 tonn og var í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. Jarðýtan hafði verið keypt árið áður á 160 milljónir króna, með kaupleigusamningi við Lykil fjármögnun. Verktakafyrirtækið var með húftryggingu fyrir jarðýtunni hjá tryggingarfélaginu VÍS. Tryggingafélagið hafnaði því hins vegar að bæta tjónið á þeim grundvelli að tjónið hafi orsakast af stórkostlegu gáleysi jarðýtustjórans og broti á varúðarreglu. Fór svo að verktakafyrirtækið stefndi VÍS vegna málsins. Jarðýtan er ein sú stærsta sinnar tegundar, sú stærsta sem Liebherr framleiðir.Vísir/Sigurjón Í dómi Héraðsdóms í málinu, sem féll í byrjun mánaðarins, kemur fram að við rannsókn lögreglu á slysinu komið í ljós að jarðýtustjórinn hafi neytt áfengis fyrir slysið, etanólmagn í blóði hans mældist 1,24 prómill. Byggði tryggingafélagið meðal annars mál sitt á því að með þessu hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Því hafi tryggingafélagið verið í rétti í því að skerða bótarétt verktakafyrirtækisins að fullu. Stór skjálfti reið yfir tveimur dögum fyrir slysið Verktakafyrirtækið byggði meðal annars mál sitt á því að ýmsar ástæður kunni að hafa verir fyrir slysinu. Ómögulegt væri að slá því föstu hvað kunni að hafa gerst er slysið átti sér stað, sem varð að næturlagi. Taldi fyrirtækið að líklegasta skýringin væri sú að jarðhræringar á svæðinu hafi haft þær afleiðingar á jarðveg fjallshlíðarinnar í námunni að los eða sprunga hafi myndast. Brúnin hafi svo gefið sig undan þunga jarðýtunnar. Jarðskjálfti að stærðinni 5,6 reið yfir svæðið tveimur dögum fyrir slysið. Þá taldi fyrirtækið einnig mögulegt að bilun hafi komið upp í jarðýtunni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að miðað við magn etanóls í blóði jarðýtustjórans hafi hann talist óhæfur til að stjórna jarðýtunni. Telja verði fullvíst að dómgreind hans hafi verið skert er jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni. Telur dómurinn að með því að neyta áfengis við vinnuna umrætt kvöld hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, ekki síst þar sem aðstæður umrætt kvöld hafi verið sérstaklega varasamar vegna mikils myrkurs og hvassviðris. Margt á huldu Í dómi héraðsdóms segir þó að óljóst sé hvernig það nákvæmlega gerðist að jarðýtan fór fram af brúninni, og að á öðrum stað að margt sé á huldu um það atriði. Taldi dómurinn þó að þar sem sýnt hafi verið fram á að jarðýtustjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis væri það á ábyrgð verktakafyrirtækisins að sýna fram á slysið hafi átt sér stað af öðrum orsökum. Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina. Kemur fram í dómi héraðsdóms að bíltæknirannsókn á vegum lögreglu hafi ekki leitt í ljós að bilun hafi orðið á jarðýtunni. Hvað varðar möguleikann á að jarðskjálfti hafi valdið slysinu telur héraðsdómur, sem meðal annars var skipaður Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingi, að ekkert bendi sérstaklega til þess að jarðhræringar hafi átt þátt í slysinu. Tekur dómurinn þó fram að ósanngjarnt sé að verktakafyrirtækið bæri eitt ábyrgð á tjóninu. Ekki verði séð að það hafi mátt vita af ölvunarástandi jarðýtustjórans, eða að það hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir það. Var niðurstaða héraðsdóms því að tryggingafélaginu beri að bæta verktakafyrirtækinu þriðjung jarðýtunnar.
Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina.
Dómsmál Ölfus Vinnuslys Tryggingar Tengdar fréttir Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33 Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33
Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06