Landsliðsþjálfarinn segist ekki vera á móti gagnrýni ef hún er byggð á þekkingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 23:00 Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020. Juan Manuel Serrano/Getty Images Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta síðan Arnar Þór Viðarsson tók við því árið 2020. Ásamt vandamálum utan vallar þá hefur liðið legið undir gagnrýni fyrir spilamennsku sína. Arnar Þór var í ítarlegu viðtali á Morgunblaðinu þar sem hann fór yfir hvað hefur drifið á daga sína síðan hann tók við landsliðinu. Hann fer yfir gagnrýnina sem liðið, og spilamennska þess, hefur fengið sem og hvernig fyrirsagnir hjá fjölmiðlum eru settar upp. „Hef ekkert á móti gagnrýni ef það er einhver þekking á bak við hana,“ segirArnar Þór í viðtali sínu við Morgunblaðið. Hann segir þó að slík gagnrýni verði að vera málefnaleg. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu síðan Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins í desember árið 2020 en þjálfarinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann tók við liðinu. https://t.co/wUvP57OvlE— mbl.is SPORT (@mblsport) December 24, 2022 „Því miður er það þannig í dag, í samfélaginu sem við búum í, að gagnrýnin er oft byggð á tilfinningum eða einhverju öðru undirliggjandi.“ Slíkri gagnrýni segist Arnar Þór ekki geta tekið alvarlega. Arnar Þór fer einnig yfir breytingar á landsliðshópnum og nefnir að undir lok síðasta árs hafi leikmenn með samtals í kringum 700 A-landsleiki horfið á braut. Hann nefnir að það taki leikmann um áratug að safna 70 A-landsleikjum: „Þeir sem kunna að reikna og skilja fótbolta gera sér grein fyrir því að verkefnið hefur verið ansi stórt.“ Þá tjáir landsliðsþjálfarinn sig um fyrirsagnir fjölmiðla og segir að neikvæðar fyrirsagnir selji einfaldlega betur en jákvæðar. Viðtalið í heild sinni má finna í Morgunblaðinu en búta úr því má lesa á íþróttavef mbl.is. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Arnar Þór var í ítarlegu viðtali á Morgunblaðinu þar sem hann fór yfir hvað hefur drifið á daga sína síðan hann tók við landsliðinu. Hann fer yfir gagnrýnina sem liðið, og spilamennska þess, hefur fengið sem og hvernig fyrirsagnir hjá fjölmiðlum eru settar upp. „Hef ekkert á móti gagnrýni ef það er einhver þekking á bak við hana,“ segirArnar Þór í viðtali sínu við Morgunblaðið. Hann segir þó að slík gagnrýni verði að vera málefnaleg. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu síðan Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins í desember árið 2020 en þjálfarinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann tók við liðinu. https://t.co/wUvP57OvlE— mbl.is SPORT (@mblsport) December 24, 2022 „Því miður er það þannig í dag, í samfélaginu sem við búum í, að gagnrýnin er oft byggð á tilfinningum eða einhverju öðru undirliggjandi.“ Slíkri gagnrýni segist Arnar Þór ekki geta tekið alvarlega. Arnar Þór fer einnig yfir breytingar á landsliðshópnum og nefnir að undir lok síðasta árs hafi leikmenn með samtals í kringum 700 A-landsleiki horfið á braut. Hann nefnir að það taki leikmann um áratug að safna 70 A-landsleikjum: „Þeir sem kunna að reikna og skilja fótbolta gera sér grein fyrir því að verkefnið hefur verið ansi stórt.“ Þá tjáir landsliðsþjálfarinn sig um fyrirsagnir fjölmiðla og segir að neikvæðar fyrirsagnir selji einfaldlega betur en jákvæðar. Viðtalið í heild sinni má finna í Morgunblaðinu en búta úr því má lesa á íþróttavef mbl.is.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn