Er einhver eftir í Keflavík? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2022 07:00 Það eru ekki margir leikmenn eftir í meistaraflokki karla í fótbolta hjá Keflavík. Vísir/Diego Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Keflavík byrjaði á að tapa fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar síðasta sumar en rifu sig í kjölfarið upp og voru hársbreidd frá því að enda í efri hlutanum. Að loknum 22 leikjum var liðið með 28 stig og svo 37 stig að loknum 27 leikjum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þarf Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, og þau sem um leikmannakaup sjá í Keflavík að vera í yfirvinnu eftir áramót ætli liðið sér að vera samkeppnishæft næsta sumar. Sem stendur hafa níu leikmenn sem komu við sögu í Bestu deildinni 2022 yfirgefið liðið. pic.twitter.com/TPCaw80lbA— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) December 23, 2022 Adam Árni Róbertsson átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu en kom við sögu í flestum leikjum liðsins. Hann hefur samið við Þrótt Vogum í 2. deildinni. Adam Ægir Pálsson var einn besti leikmaður Keflavíkur á síðustu leiktíð en hann er snúinn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni. Dani Hatakka var fastamaður í vörn liðsins, eins og kom fram hér að ofan er hann farinn í FH. Ivan Kaliuzhnyi, miðjumaður frá Úkraínu, kom aðeins við sögu í sex leikjum liðsins en Sigurður Ragnar bar honum vel söguna og sagði hann hafa breytt leik liðsins til hins betra. Framherjinn Joey Gibbs er farinn í Stjörnuna og vængmaðurinn Kian Williams er farinn til Kanada. Íslandsmeistarar Breiðabliks keyptu Færeyinginn fljúgandi, Patrik Johannesen, fyrir dágóða summu sem ætti að nýtast til að styrkja hópinn. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörðurinn spjaldaglaði, samdi við Öster sem spilar í sænsku B-deildinni. Jafnframt samdi Sindri Kristinn Ólafsson, aðalmarkvörður liðsins og einn af dyggustu þjónum Keflavíkur undanfarin ár, við FH. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikmannamálum Keflavíkur eftir áramót en það ætti að vera líf og fjör á skrifstofu knattspyrnudeildar þangað til Besta deildin fer af stað næsta vor.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira