Villi Neto í The Witcher: „Ég er þarna í hlutverki durgslegs álfs“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2022 16:35 Villi Neto í hlutverki sínu í Witcher-seríunni. netflix Leikaranum Vilhelm Neto bregður fyrir í glænýrri seríu af þáttaseríunni vinsælu The Witcher. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi á Djúpavogi og Berufirði meðal annars. Villi segir að um stærsta verkefni á hans ferli sé að ræða. „Þetta er bara mjög skemmtileg lítið hlutverk. Ég kem þarna til sögunnar í einni senu í hlutverki durgslegs álfs,“ segir Villi í samtali við Vísi. Sjálfur kveðst hann vera mikill aðdáandi þáttanna og hafði horft á fyrstu seríu The Witcher áður en hlutverkið kom á borð til hans. Nýjasta serían, The Witcher: Blood Origin, kom út í dag á jóladag á Netflix og fjallar að sögn Vilhelms um forsögu Witcher-sögunnar sjálfrar. „Í stuttu máli fjallar þetta um sjö útskúfaða í Álfaheimi sem mæta illum öflum í þessari seríu og ýmislegt krassandi á sér stað,“ segir Villi sem, eins og aðrir, er nýbyrjaður að horfa á þættina. Fyrri þáttaseríur eru byggðar á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski og fjalla um skrímsli, menn, dverga og álfa sem takast á í sama fantasíu-heimi. Sérstakir stríðsmenn, „Witchers“, voru skapaðir í sama heimi til að fella hin illu skrímsli. Skemmtiferðaskip í Berufirði En aftur að hlutverki Villa sem tók sinn tíma að landa að hans sögn. „Umboðsmaður minn í Móðurskipinu hringdi í mig og sagði mér frá þessu hlutverki sem stóð til boða. Þetta voru tvær prufur. Ég sendi upphaflega myndband af mér og þau vildu sjá meira. Þá sendi ég aðra prufu og í kjölfarið var mér boðið þetta hlutverk.“ Honum var vel tekið af fólki sem kom að gerð seríunnar, jafnt af stórleikurum sem og tökuliði. „Það var mjög gott að leika á móti Laurence O'Fuarain. Hann var svo huggulegur, rólegur og róandi. Við æfðum línurnar saman og það hjálpaði mikið. Ég var auðvitað frekar stressaður að mæta í svona stóra pródúktsjón í fyrsta sinn.“ Laurence O'Fuarain og Sophia Brown á heimsforsýningu seríunnar.Getty Villi segist lítið hafa vitað um söguþráð nýju þáttanna áður en hann mætti til leiks. „Það er oftast svona í stórum framleiðsluverkefnum. Ég fékk bara eina blaðsíðu áður en ég kom til sögu og eina blaðsíðu eftir að minni sögu lýkur,“ segir Villi. Vel fór um hann og aðra leikara á meðan tökum stóð en að framleiðslu kom einnig íslenska fyrirtækið TrueNorth. „Við gistum þarna í eins konar skemmtiferðaskipi. Maður var alveg að njóta sín í botn þarna, frábær matur á setti og allir virkilega huggulegir.“ Nóg er á döfinni hjá Villa, meðal annars annað alþjóðlegt verkefni. „Ef ég skil þennan samning rétt þá má ég í raun ekkert tala um það. En þetta er mjög spennandi, ég hef reyndar aðallega verið í verkefnum á ensku og dönsku, vonandi fer maður að birtast eitthvað meira á skjánum talandi á íslensku,“ segir Villi að lokum. Múlaþing Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Þetta er bara mjög skemmtileg lítið hlutverk. Ég kem þarna til sögunnar í einni senu í hlutverki durgslegs álfs,“ segir Villi í samtali við Vísi. Sjálfur kveðst hann vera mikill aðdáandi þáttanna og hafði horft á fyrstu seríu The Witcher áður en hlutverkið kom á borð til hans. Nýjasta serían, The Witcher: Blood Origin, kom út í dag á jóladag á Netflix og fjallar að sögn Vilhelms um forsögu Witcher-sögunnar sjálfrar. „Í stuttu máli fjallar þetta um sjö útskúfaða í Álfaheimi sem mæta illum öflum í þessari seríu og ýmislegt krassandi á sér stað,“ segir Villi sem, eins og aðrir, er nýbyrjaður að horfa á þættina. Fyrri þáttaseríur eru byggðar á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski og fjalla um skrímsli, menn, dverga og álfa sem takast á í sama fantasíu-heimi. Sérstakir stríðsmenn, „Witchers“, voru skapaðir í sama heimi til að fella hin illu skrímsli. Skemmtiferðaskip í Berufirði En aftur að hlutverki Villa sem tók sinn tíma að landa að hans sögn. „Umboðsmaður minn í Móðurskipinu hringdi í mig og sagði mér frá þessu hlutverki sem stóð til boða. Þetta voru tvær prufur. Ég sendi upphaflega myndband af mér og þau vildu sjá meira. Þá sendi ég aðra prufu og í kjölfarið var mér boðið þetta hlutverk.“ Honum var vel tekið af fólki sem kom að gerð seríunnar, jafnt af stórleikurum sem og tökuliði. „Það var mjög gott að leika á móti Laurence O'Fuarain. Hann var svo huggulegur, rólegur og róandi. Við æfðum línurnar saman og það hjálpaði mikið. Ég var auðvitað frekar stressaður að mæta í svona stóra pródúktsjón í fyrsta sinn.“ Laurence O'Fuarain og Sophia Brown á heimsforsýningu seríunnar.Getty Villi segist lítið hafa vitað um söguþráð nýju þáttanna áður en hann mætti til leiks. „Það er oftast svona í stórum framleiðsluverkefnum. Ég fékk bara eina blaðsíðu áður en ég kom til sögu og eina blaðsíðu eftir að minni sögu lýkur,“ segir Villi. Vel fór um hann og aðra leikara á meðan tökum stóð en að framleiðslu kom einnig íslenska fyrirtækið TrueNorth. „Við gistum þarna í eins konar skemmtiferðaskipi. Maður var alveg að njóta sín í botn þarna, frábær matur á setti og allir virkilega huggulegir.“ Nóg er á döfinni hjá Villa, meðal annars annað alþjóðlegt verkefni. „Ef ég skil þennan samning rétt þá má ég í raun ekkert tala um það. En þetta er mjög spennandi, ég hef reyndar aðallega verið í verkefnum á ensku og dönsku, vonandi fer maður að birtast eitthvað meira á skjánum talandi á íslensku,“ segir Villi að lokum.
Múlaþing Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein