„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 08:01 Gattuso lærði að helga líf sitt fótbolta á ólíklegum stað. Francesco Pecoraro/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu. Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006. Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006.
Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira