Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 14:48 Ráðhúsið í Kherson er á meðal þeirra bygginga sem eru nú rústir einar eftir árásir Rússa. Getty/Ihor Pedchenko Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36
Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11