Hafnar gagnrýni: „Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2022 19:01 Forsætisráðherra hafnar alfarið gagnrýni á að það skorti frekari varnir í nýrri tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu landsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir ríkja þögn um hervarnir Íslands. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“