Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2022 11:44 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26
Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41
Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50