Nágrannaerjur á Seltjarnarnesi: „Nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 13:27 Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi. Vísir/Baldur Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill hefur birt yfirlýsingu varðandi hatrammar nágrannaerjur sem hann stendur í við Hönnu Kristínu Skaftadóttur. Grannarnir saka hvort annað um ofbeldi en upptaka sem Hanna Kristín birti í færslu á Facebook síðu sinni á aðfangadag hefur vakið mikla athygli. Þar sést Steingrímur færa til ruslatunnur og að því virðist loka bíl Hönnu inni. Steingrímur segir myndbandið klippt til og sakar Hönnu um að afbaka sannleikann. Í færslu sinni segir Hanna Kristín að síðustu sex mánuði hafi hún ásamt börnum sínum þurft að þola ónæði og árásir með orðum og gjörðum frá kærasta nágrannakonu sinnar, og á þar við Steingrím. „Hann Steingrimur Sævarr Ólafsson almannatengill hefur öskrað á mig, hótað mér og þar með hrætt mig og börnin mín. Ekki nóg með að hann reyni ítrekað að loka bílinn minn inn í innkeyrslu minni heldur hefur hann einnig kveikt opinn eld á sameign í þeim einum tilgangi að reykfylla fasteign mína með þeim afleiðingum að dóttir mín endaði í læknishöndum með alvarlegan astma,“ segir meðal annars í færslunni. Steingrímur Sævarr vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu sem hann hyggst birta á Facebook innan skamms. Í yfirlýsingunni segir hann að myndbandið sé klippt þannig að einungis sjáist þegar hann færi tunnurnar út í miðja innkeyrsluna „til þess svo að fara með þær í næsta áfanga á sinn hefðbundna stað við innkeyrsluvegg.“ Ekki rétt að ein mynd segi meira en þúsund orð Þá sakar hann Hönnu um að hafa, ekki í fyrsta sinn, raðað tunnunum fyrir framan tröppur að útidyrum íbúðar á jarðhæð og að auki rifið niður og skemmt jólaskreytingar við húsvegginn. „Þegar ég steig út úr bílnum á aðfangadagsmorgun stóð hún við gluggann, sendi mér fingurinn og storkaði með öðru fingratengdu táknmáli. Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað.“ Steingrímur tekur skýrt fram að viðbrögð hans hafi verið alfarið hans ákvörðun. Tilklipptur partur af upptökunni afsanni að hans mati kenninguna um að ein mynd segi meira en þúsund orð. „Þvert á móti getur hún með svona misnotkun afbakað allan sannleika,“ segir Steingrímur í tilkynningunni. Þá hvetur hann þá sem vilja kynna sér þessar langvarandi erjur eða taka afstöðu að kynna sér málavexti. „Í leiðinni gætu þeir e.t.v. reynt að átta sig á því hvers vegna aldrei hefur komið til afskipta lögreglu vegna þeirra stóru ásakana sem settar hafa verið fram af hálfu þess sem skreytir gluggakistur sínar, dyr og útveggi með upptökumyndavélum um langt árabil. Það er nefnilega nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för.“ Tilkynning Steingríms í heild sinni: Upptakan úr „falinni myndavél“ eins íbúans þar sem ég er að færa ruslatunnur er stutt í annan endann. Sem sagt klippt þannig að einungis sést þegar ég færi þær allar út í miðja innkeyrsluna til þess svo að fara með þær í næsta áfanga á sinn hefðbundna stað við innkeyrsluvegg. Nágrannakonan og „upptakarinn“ hafði – og ekki í fyrsta sinn – raðað þeim fyrir framan tröppur að útidyrum íbúðar á jarðhæð og að auki rifið niður og skemmt jólaskreytingar við húsvegginn. Þegar ég steig út úr bílnum á aðfangadagsmorgun stóð hún við gluggann, sendi mér fingurinn og storkaði með öðru fingratengdu táknmáli. Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað. Ég vil taka það skýrt fram að þessi viðbrögð mín, að fjarlægja tunnurnar frá útidyrunum þegar ég kom að húsinu, voru alfarið mín ákvörðun. Þessi sérstaklega tilklippti partur af upptökunni afsannar að mínu mati kenninguna um að ein mynd segi meira en þúsund orð. Þvert á móti getur hún með svona misnotkun afbakað allan sannleika. Vonandi er að þeir sem vilja skoða þessar langvarandi erjur, hvað þá að taka afstöðu, kynni sér málavöxtu og þá ekki síst hvaðan frumkvæði þessara uppþota kemur. Í leiðinni gætu þeir e.t.v. reynt að átta sig á því hvers vegna aldrei hefur komið til afskipta lögreglu vegna þeirra stóru ásakana sem settar hafa verið fram af hálfu þess sem skreytir gluggakistur sínar, dyr og útveggi með upptökumyndavélum um langt árabil. Það er nefnilega nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för. Uppfært klukkan 15:35. Hanna Kristín Skaftadóttir hafði samband við Vísi og óskaði eftir að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri vegna málsins: „Eins og sést bersýnilega á einmitt Ring myndbandsupptökuvél minni þá fór ég ekki einu sinni út úr húsi á aðfangadagsmorgni. Það er því borðliggjandi að Steingrímur lýgur um að ég hafi gefið honum fingurinn og að ég hafi sett tunnur fyrir framan hurð hans - afhverju í ósköpunum manninum dettur í hug að ljúga upp á mig skil ég ekki. Ég býð hverjum sem langar til að fá aðgang að Ring upptökunum til að skoða sannleikann með eigin augum. Ring myndavélarnar voru settar upp af ótta við hann og kærustu hans og voru keyptar og settar upp í haust - eins og hægt er að sjá á kvittun frá Elko, en hafa ekki verið uppi um “árabil”. Enn ein lygi Steingríms. Sömuleiðis lýgur Steingrímur til um að myndbandið sé klippt til og er auðvelt að sjá einu og upprunalegu útgáfu myndbandsins hjá mér. Auk þess voru fleiri viðstaddir á heimili mínu þegar hann færði tunnurnar til fyrir framan bílinn minn. Það er ekki flókið að sjá að þetta myndband af honum í æðiskasti er ekki klippt til. Steingrímur þarf að vanda sig betur við yfirlýsingar sínar og þarf að geta fært rök fyrir sínu máli. Það er tæplega nokkur að trúa því, sem hefur séð myndbandið, að hann sé bara að geyma tunnurnar fyrir framan bílinn minn þar til hann færir þær annað. Sömuleiðis velti ég fyrir mér afhverju Steingrímur telji að ég hafi þá talið þörf á myndbirtingunni til að byrja með ef ég ætlaði ekki varpa ljósi á sannleikann.“ Seltjarnarnes Nágrannadeilur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í færslu sinni segir Hanna Kristín að síðustu sex mánuði hafi hún ásamt börnum sínum þurft að þola ónæði og árásir með orðum og gjörðum frá kærasta nágrannakonu sinnar, og á þar við Steingrím. „Hann Steingrimur Sævarr Ólafsson almannatengill hefur öskrað á mig, hótað mér og þar með hrætt mig og börnin mín. Ekki nóg með að hann reyni ítrekað að loka bílinn minn inn í innkeyrslu minni heldur hefur hann einnig kveikt opinn eld á sameign í þeim einum tilgangi að reykfylla fasteign mína með þeim afleiðingum að dóttir mín endaði í læknishöndum með alvarlegan astma,“ segir meðal annars í færslunni. Steingrímur Sævarr vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu sem hann hyggst birta á Facebook innan skamms. Í yfirlýsingunni segir hann að myndbandið sé klippt þannig að einungis sjáist þegar hann færi tunnurnar út í miðja innkeyrsluna „til þess svo að fara með þær í næsta áfanga á sinn hefðbundna stað við innkeyrsluvegg.“ Ekki rétt að ein mynd segi meira en þúsund orð Þá sakar hann Hönnu um að hafa, ekki í fyrsta sinn, raðað tunnunum fyrir framan tröppur að útidyrum íbúðar á jarðhæð og að auki rifið niður og skemmt jólaskreytingar við húsvegginn. „Þegar ég steig út úr bílnum á aðfangadagsmorgun stóð hún við gluggann, sendi mér fingurinn og storkaði með öðru fingratengdu táknmáli. Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað.“ Steingrímur tekur skýrt fram að viðbrögð hans hafi verið alfarið hans ákvörðun. Tilklipptur partur af upptökunni afsanni að hans mati kenninguna um að ein mynd segi meira en þúsund orð. „Þvert á móti getur hún með svona misnotkun afbakað allan sannleika,“ segir Steingrímur í tilkynningunni. Þá hvetur hann þá sem vilja kynna sér þessar langvarandi erjur eða taka afstöðu að kynna sér málavexti. „Í leiðinni gætu þeir e.t.v. reynt að átta sig á því hvers vegna aldrei hefur komið til afskipta lögreglu vegna þeirra stóru ásakana sem settar hafa verið fram af hálfu þess sem skreytir gluggakistur sínar, dyr og útveggi með upptökumyndavélum um langt árabil. Það er nefnilega nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för.“ Tilkynning Steingríms í heild sinni: Upptakan úr „falinni myndavél“ eins íbúans þar sem ég er að færa ruslatunnur er stutt í annan endann. Sem sagt klippt þannig að einungis sést þegar ég færi þær allar út í miðja innkeyrsluna til þess svo að fara með þær í næsta áfanga á sinn hefðbundna stað við innkeyrsluvegg. Nágrannakonan og „upptakarinn“ hafði – og ekki í fyrsta sinn – raðað þeim fyrir framan tröppur að útidyrum íbúðar á jarðhæð og að auki rifið niður og skemmt jólaskreytingar við húsvegginn. Þegar ég steig út úr bílnum á aðfangadagsmorgun stóð hún við gluggann, sendi mér fingurinn og storkaði með öðru fingratengdu táknmáli. Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað. Ég vil taka það skýrt fram að þessi viðbrögð mín, að fjarlægja tunnurnar frá útidyrunum þegar ég kom að húsinu, voru alfarið mín ákvörðun. Þessi sérstaklega tilklippti partur af upptökunni afsannar að mínu mati kenninguna um að ein mynd segi meira en þúsund orð. Þvert á móti getur hún með svona misnotkun afbakað allan sannleika. Vonandi er að þeir sem vilja skoða þessar langvarandi erjur, hvað þá að taka afstöðu, kynni sér málavöxtu og þá ekki síst hvaðan frumkvæði þessara uppþota kemur. Í leiðinni gætu þeir e.t.v. reynt að átta sig á því hvers vegna aldrei hefur komið til afskipta lögreglu vegna þeirra stóru ásakana sem settar hafa verið fram af hálfu þess sem skreytir gluggakistur sínar, dyr og útveggi með upptökumyndavélum um langt árabil. Það er nefnilega nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för. Uppfært klukkan 15:35. Hanna Kristín Skaftadóttir hafði samband við Vísi og óskaði eftir að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri vegna málsins: „Eins og sést bersýnilega á einmitt Ring myndbandsupptökuvél minni þá fór ég ekki einu sinni út úr húsi á aðfangadagsmorgni. Það er því borðliggjandi að Steingrímur lýgur um að ég hafi gefið honum fingurinn og að ég hafi sett tunnur fyrir framan hurð hans - afhverju í ósköpunum manninum dettur í hug að ljúga upp á mig skil ég ekki. Ég býð hverjum sem langar til að fá aðgang að Ring upptökunum til að skoða sannleikann með eigin augum. Ring myndavélarnar voru settar upp af ótta við hann og kærustu hans og voru keyptar og settar upp í haust - eins og hægt er að sjá á kvittun frá Elko, en hafa ekki verið uppi um “árabil”. Enn ein lygi Steingríms. Sömuleiðis lýgur Steingrímur til um að myndbandið sé klippt til og er auðvelt að sjá einu og upprunalegu útgáfu myndbandsins hjá mér. Auk þess voru fleiri viðstaddir á heimili mínu þegar hann færði tunnurnar til fyrir framan bílinn minn. Það er ekki flókið að sjá að þetta myndband af honum í æðiskasti er ekki klippt til. Steingrímur þarf að vanda sig betur við yfirlýsingar sínar og þarf að geta fært rök fyrir sínu máli. Það er tæplega nokkur að trúa því, sem hefur séð myndbandið, að hann sé bara að geyma tunnurnar fyrir framan bílinn minn þar til hann færir þær annað. Sömuleiðis velti ég fyrir mér afhverju Steingrímur telji að ég hafi þá talið þörf á myndbirtingunni til að byrja með ef ég ætlaði ekki varpa ljósi á sannleikann.“
Seltjarnarnes Nágrannadeilur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira