Sér eftir að hafa fengið sér Messi húðflúr á ennið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 08:00 Húðflúrið sem um ræðir. Instagram@Mike_Jambs Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“ Segja má að Lionel Messi hafi endanlega staðfest að hann sé besti knattspyrnumaður allra tíma þegar hann leiddi Argentínu til sigurs á HM í Katar. Eflaust má þó rökræða um þá staðreynd sem og hvort skikkjan sem hann klæddist er bikarinn fór á loft sé töff eður ei. Eftir að bikarinn fór á loft ákvað fjöldinn allur af fólki að fá sér húðflúr Messi til heiðurs. Einn stuðningsmaður gekk lengra en aðrir og ákvað að smella „MESSI“ stórum stöfum á ennið á sér. Þó ekki séu liðnar tvær vikur síðan Argentína varð heimsmeistari þá sér sá aðili nú þegar eftir ákvörðun sinni. Það sem vekur enn meiri athygli er sú staðreynd að téður einstaklingur er ekki frá Argentínu. Mike Jambs starfar sem áhrifavaldur og kemur frá Kólumbíu. Hann er mikill aðdáandi Messi og fannst við hæfi að fá sér húðflúr til að halda upp á sigurinn. Lionel Messi superfan who had the player's name TATTOOED on his face admits he regrets it https://t.co/bo3EOyWmFt— MailOnline Sport (@MailSport) December 30, 2022 Upphaflega varði hann ákvörðun sína og sagði meðal annars á Instagram-síðu sinni að hann væri ekki að skaða neinn né að gera eitthvað ólöglegt. Nú hefur hann skipt um skoðun og segir að húðflúrið hafi aðeins haft neikvæðar afleiðingar, bæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Hvort Jambs stefni nú á að láta fjarlægja húðflúrið er ekki vitað. Fótbolti HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Segja má að Lionel Messi hafi endanlega staðfest að hann sé besti knattspyrnumaður allra tíma þegar hann leiddi Argentínu til sigurs á HM í Katar. Eflaust má þó rökræða um þá staðreynd sem og hvort skikkjan sem hann klæddist er bikarinn fór á loft sé töff eður ei. Eftir að bikarinn fór á loft ákvað fjöldinn allur af fólki að fá sér húðflúr Messi til heiðurs. Einn stuðningsmaður gekk lengra en aðrir og ákvað að smella „MESSI“ stórum stöfum á ennið á sér. Þó ekki séu liðnar tvær vikur síðan Argentína varð heimsmeistari þá sér sá aðili nú þegar eftir ákvörðun sinni. Það sem vekur enn meiri athygli er sú staðreynd að téður einstaklingur er ekki frá Argentínu. Mike Jambs starfar sem áhrifavaldur og kemur frá Kólumbíu. Hann er mikill aðdáandi Messi og fannst við hæfi að fá sér húðflúr til að halda upp á sigurinn. Lionel Messi superfan who had the player's name TATTOOED on his face admits he regrets it https://t.co/bo3EOyWmFt— MailOnline Sport (@MailSport) December 30, 2022 Upphaflega varði hann ákvörðun sína og sagði meðal annars á Instagram-síðu sinni að hann væri ekki að skaða neinn né að gera eitthvað ólöglegt. Nú hefur hann skipt um skoðun og segir að húðflúrið hafi aðeins haft neikvæðar afleiðingar, bæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Hvort Jambs stefni nú á að láta fjarlægja húðflúrið er ekki vitað.
Fótbolti HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira