Kötturinn þinn skilur þig ekki! Og þú ekki hann! Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. janúar 2023 15:01 Þessi köttur virðist hissa á þessu öllu saman. Getty Images Kettir gera skýran greinarmun á því hvort eigandi þeirra er að tala við þá eða annað fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Og þeir mjálma eiginlega aldrei nema þegar þeir eru að svara fólki sem talar við þá. Nýhafið ár er ár kattarins í Víetnam. Við þekkjum þetta öll. Kattafólkið segir okkur hvað kötturinn vill út frá nokkrum hjáróma mjálmum. Það eru hins vegar meiri líkur en minni á því að kattafólkið hafi ekki hugmynd um hvað kötturinn vill. Mjálmar nær eingöngu til að eiga samskipti við fólk Í rannsókn sem háskólinn í Mílanó á Ítalíu stóð fyrir var kannað hversu vel fólk gæti borið kennsl á hvað kettir vildu út frá mjálmi; spilaðar voru upptökur þar sem svangur köttur bíður eftir mat, þar sem manneskja lætur vel að ketti og þar sem köttur er hræddur í óþekktu umhverfi. Þátttakendum gekk heilt yfir mjög illa að greina á milli mjálmanna, og gilti þá einu hvort í hlut áttu kattaeigendur eða ekki. Mjálmið er reyndar nokkuð sem kötturinn notar eiginlega eingöngu í samskiptum við mannfólkið. Hann notar það í undantekningatilfellum við sína eigin líka, aðallega þegar hann er að leita maka eða merkja sér svæði. Talið er að þetta sé aðferð hans til að svara mannfólkinu þegar hann sér fólk beina tali sínu að sér, án þess að hann viti endilega hvað verið sé að segja við hann. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birt var á vísindavefnum Springer sýna að kettir gera sér grein fyrir því hvort verið sé að tala við þá eða við aðra manneskju. En bara þegar eigandinn talar. Ef einhver annar en eigandi þeirra talar í návist þeirra hafa þeir ekki hugmynd um hvort verið sé að tala við þá. Kötturinn ræður yfir ótrúlega mörgum hljóðum Annars er mjálm bara eitt af mörgum hljóðum sem kötturinn gefur frá sér. Engin kjötæta gefur frá sér eins fjölbreytt hljóð en talið er að kötturinn ráði yfir meira en 20 mismunandi hljóðum. Önnur rannsókn leiddi greinilega í ljós að kettir finna samstundis á sér hvort manneskja er kattavinur eður ei. Sé óvildarmaður katta í nágrenninu forðar kötturinn sér hið snarasta. Dýr Kettir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Við þekkjum þetta öll. Kattafólkið segir okkur hvað kötturinn vill út frá nokkrum hjáróma mjálmum. Það eru hins vegar meiri líkur en minni á því að kattafólkið hafi ekki hugmynd um hvað kötturinn vill. Mjálmar nær eingöngu til að eiga samskipti við fólk Í rannsókn sem háskólinn í Mílanó á Ítalíu stóð fyrir var kannað hversu vel fólk gæti borið kennsl á hvað kettir vildu út frá mjálmi; spilaðar voru upptökur þar sem svangur köttur bíður eftir mat, þar sem manneskja lætur vel að ketti og þar sem köttur er hræddur í óþekktu umhverfi. Þátttakendum gekk heilt yfir mjög illa að greina á milli mjálmanna, og gilti þá einu hvort í hlut áttu kattaeigendur eða ekki. Mjálmið er reyndar nokkuð sem kötturinn notar eiginlega eingöngu í samskiptum við mannfólkið. Hann notar það í undantekningatilfellum við sína eigin líka, aðallega þegar hann er að leita maka eða merkja sér svæði. Talið er að þetta sé aðferð hans til að svara mannfólkinu þegar hann sér fólk beina tali sínu að sér, án þess að hann viti endilega hvað verið sé að segja við hann. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birt var á vísindavefnum Springer sýna að kettir gera sér grein fyrir því hvort verið sé að tala við þá eða við aðra manneskju. En bara þegar eigandinn talar. Ef einhver annar en eigandi þeirra talar í návist þeirra hafa þeir ekki hugmynd um hvort verið sé að tala við þá. Kötturinn ræður yfir ótrúlega mörgum hljóðum Annars er mjálm bara eitt af mörgum hljóðum sem kötturinn gefur frá sér. Engin kjötæta gefur frá sér eins fjölbreytt hljóð en talið er að kötturinn ráði yfir meira en 20 mismunandi hljóðum. Önnur rannsókn leiddi greinilega í ljós að kettir finna samstundis á sér hvort manneskja er kattavinur eður ei. Sé óvildarmaður katta í nágrenninu forðar kötturinn sér hið snarasta.
Dýr Kettir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira