Garðbæingar reyna að smygla plássfrekum iðnaði inn á græna trefilinn og í bakgarð Kópavogsbúa Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2023 17:00 Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Kópavogur Viðreisn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun