Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 13:01 Runólfur Ágústsson ritstýrði skýrslu frá 2014 þar sem lagt var mat á hagkvæmni hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58