Framlengingin: Kristófer Acox er besti leikmaður deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 23:32 Kristófer Acox er besti leikmaður Subway-deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. vísir/bára Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl í sínum uppáhaldslið, Framlengingunni, í síðasta þætti. Þar ræddu þeir meðal annars um hver besti leikmaður deildarinnar væri. áður en þeir félagar veltu fyrir sér hver væri besti leikmaður deildarinnar varpaði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, fram þeirri spurningu hvaða lið yrði bikarmeistari. Stjarnan, Keflavík, Valur og Höttur eru komin í undanúrslit, en sérfræðingar þáttarins voru ekki sammála um þap hvaða lið myndi fagna titilinum. Hermann Hauksson var alveg viss um það að Valsmenn eigi eftir að taka bikarinn með sér heim, en Örvar Þór Kristjánsson sagði að tími Keflavíkur væri kominn. Næst spurði Kjartan þá félaga að því hver besti leikmaður Subway-deildarinnar væri. Það stóð ekki á svörum hjá sérfræðingunum og voru þeir báðir sammála um það að Kristófer Acox, leikmaður Vals, væri sá besti. „Mér finnst Kristófer Acox besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Örvar. „Hann gerir svo margt og er með svo mikið forðabúr. Ef ég væri að stofna „franchise“ og mætti velja mér leikmann þá myndi ég taka hann. Hann er svona MVP í mínum huga.“ Hermann tók í sama streng, en nefndi þó einnig liðsfélaga Kristófers hjá Val, Kára Jónsson. „Ég ætlaði líka að segja Kristófer Acox en fyrst þú segir það þá ætla ég líka að nefna Kára Jóns hjá Val. Valur er í dag með tvo bestu leikmennina,“ sagði Hermann. „Kári er bara að sýna í ár hvað hann er orðinn reynslumikill leikmaður. Hann stýrir liðinu vel, skorar mikilvægar körfur og heldur jafnvægi Valsara hrikalega vel inni á velli líka. Þannig mér finnst hann vera frábær líka.“ Klippa: Framlengingin: Hver er besti leikmaður deildarinnar? Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvað það væri sem kæmi upp í hugann þegar talað væri um Ljónagryfjuna, hver besti þjálfari fyrri hlutans væri og hvort það væri eðlilegt að leikmenn væru að skella sér til Tenerife á miðju tímabili, en Framlenginguna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
áður en þeir félagar veltu fyrir sér hver væri besti leikmaður deildarinnar varpaði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, fram þeirri spurningu hvaða lið yrði bikarmeistari. Stjarnan, Keflavík, Valur og Höttur eru komin í undanúrslit, en sérfræðingar þáttarins voru ekki sammála um þap hvaða lið myndi fagna titilinum. Hermann Hauksson var alveg viss um það að Valsmenn eigi eftir að taka bikarinn með sér heim, en Örvar Þór Kristjánsson sagði að tími Keflavíkur væri kominn. Næst spurði Kjartan þá félaga að því hver besti leikmaður Subway-deildarinnar væri. Það stóð ekki á svörum hjá sérfræðingunum og voru þeir báðir sammála um það að Kristófer Acox, leikmaður Vals, væri sá besti. „Mér finnst Kristófer Acox besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Örvar. „Hann gerir svo margt og er með svo mikið forðabúr. Ef ég væri að stofna „franchise“ og mætti velja mér leikmann þá myndi ég taka hann. Hann er svona MVP í mínum huga.“ Hermann tók í sama streng, en nefndi þó einnig liðsfélaga Kristófers hjá Val, Kára Jónsson. „Ég ætlaði líka að segja Kristófer Acox en fyrst þú segir það þá ætla ég líka að nefna Kára Jóns hjá Val. Valur er í dag með tvo bestu leikmennina,“ sagði Hermann. „Kári er bara að sýna í ár hvað hann er orðinn reynslumikill leikmaður. Hann stýrir liðinu vel, skorar mikilvægar körfur og heldur jafnvægi Valsara hrikalega vel inni á velli líka. Þannig mér finnst hann vera frábær líka.“ Klippa: Framlengingin: Hver er besti leikmaður deildarinnar? Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvað það væri sem kæmi upp í hugann þegar talað væri um Ljónagryfjuna, hver besti þjálfari fyrri hlutans væri og hvort það væri eðlilegt að leikmenn væru að skella sér til Tenerife á miðju tímabili, en Framlenginguna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira