Fótbolti

Tottenham kaupir frá Chelsea fyrir metverð

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bethany England er nú leikmaður Tottenham.
Bethany England er nú leikmaður Tottenham. Vísir/Getty

Tottenham Hotspur hefur keypt ensku landsliðskonuna Bethany England frá Chelsea. Kaupverðið er metverð í enska kvennaboltanum.

Hin 28 ára gamla Bethany England hefur leikið með Chelsea allt frá árinu 2016 og skorað 74 mörk í 164 leikjum fyrir félagið en á þeim sjö árum sem hún hefur leikið fyrir Chelsea hefur félagið unnið níu stóra titla.

Kaupverðið er 250.000 pund en það er það mesta sem greitt hefur verið fyrir leikmann sem flytur sig á milli tveggja enskra liða. Chelsea borgaði Manchester United 235.000 pund fyrir Lauren James árið 2021.

Hæsta kaupverðið í kvennaboltanum á heimsvísu er hins vegar 470.000 pund en það greiddi Barcelona fyrir Keira Walsh þegar hún færði sig til spænsku risana frá Barcelona á síðasta ári.

England hefur skorað ellefu mörk í tuttugu og einum landsleik fyrir enska landsliðið og er að leitast eftir meiri spiltíma og freista þess þar með að komast aftur í landsliðið. Enska liðið leikur á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×