Mislukkað bónorð við Gullfoss slær í gegn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 20:27 Bónorð sem gekk ekki samkvæmt áætlun. Samsett Meðfylgjandi myndskeið, sem sýnir mislukkað bónorð Bandaríkjamanns við Gullfoss, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“ Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira