Mislukkað bónorð við Gullfoss slær í gegn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 20:27 Bónorð sem gekk ekki samkvæmt áætlun. Samsett Meðfylgjandi myndskeið, sem sýnir mislukkað bónorð Bandaríkjamanns við Gullfoss, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“ Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira