Yfirvöld í bænum Enoch í sunnanverðu Utah veittu ekki frekari upplýsingar um hvað hefði gerst eða tilefni drápanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telji þó ekki að ógn steðjaði að almenningi í bænum sem telur um 8.000 íbúa.
Rob Dotson, borgarstjóri í Enoch, segir samfélagið það slegið yfir tíðindunum. Fjölskyldan hafi verið vel þekkt í bænum.
„Við vitum ekki hvers vegna þetta gerðist og við ætlum ekki að geta okkur til um það,“ sagði Dotson á blaðamannafundi í gær.