Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 15:43 Söru Maríu, helsta skipuleggjanda ráðstefnunnar, verður að ósk sinni: Laganna verðir ætla að mæta á svæðið. Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“ Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“
Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“