Aron hóf leik í hjarta varnarinnar og lék allan leikinn fyrir gestina í dag. Það voru þó heimamenn sem tóku forystuna eftir tæplega hálftíma leik og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Útlitið var því ekki nógu gott fyrir Aron og félaga þegar illa gekk að jafna metin í síðari hálfleik, en það tókst þó þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Gestirnir í Al Arabi stálu svo sigrinum með marki á 87. mínútu og lokatölur því 1-2.
Aron og félagar tróna nú á toppi deildarinnar með 19 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Al-Duhail sem situr í öðru sæti. Al Ahli Doha situr hins vegar í fimmta sæti með tíu stig.