Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2023 21:10 Emil Guðmundsson með Loftleiðahúfu á höfði. Hann var lengi hótelstjóri á Loftleiðum en einnig svæðisstjóri á starfsstöðvum erlendis. Egill Aðalsteinsson Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. Þótt hálf öld sé liðin í ár frá því Loftleiðir og Flugfélag Íslands sameinuðust árið 1973 í Flugleiðir, nú Icelandair, þá hættu Loftleiðamenn ekki að vera til. Þeir hittast enn í hverjum mánuði. Við brugðum okkur inn á klúbbfund í fréttum Stöðvar 2. Félagsskapurinn heitir Aðdáendaklúbbur Loftleiða, fundarstaðurinn er Café Atlanta í Kópavogi, og svo spenntir eru félagsmenn að hittast að þeir eru flestir mættir löngu fyrir boðaðan fundartíma. Emil Guðmundsson, sem lengi var hótelstjóri á Loftleiðum, segir að þar hafi klúbburinn orðið til. „Það hittust nokkrir Loftleiðamenn á Hótel Loftleiðum í gamla daga og drukku þar kaffi. Dagfinnur var þar og nokkrir flugstjórar. Síðan stækkaði sá hópur,“ segir Emil. Einar Knútsson, flugvirki og síðar flugvélstjóri, segist hafa byrjað hjá Loftleiðum 1. janúar árið 1964. Við tökum eftir því að hann er mættur í bol með Loftleiðamerkinu. „Að sjálfsögðu. Maður verður að halda merkinu uppi,“ segir Einar. Og Emil sýnir okkur Loftleiðahúfuna um leið og hann segir að Loftleiðahjartað slái enn í þessum hópi. Einar Knútsson flugvirki mætti í Loftleiðabol og með Loftleiðahúfu á höfði. Egill Aðalsteinsson Harald Snæhólm, sem byrjaði 1961 að fljúga hjá Loftleiðum á Douglas DC-6B, segir að starfsmannaandinn hafi verið einstakur hjá Loftleiðum. „Rosalega góður andi. Allir lögðust á eitt. Og ef við þurftum að yfirfljúga Ísland og fórum til Lúxemborgar, þá fórum við bara til baka aftur, án þess að taka hvíld. Við vorum ekkert að skilja tvöhundruð farþega eftir í Lúxemborg,“ segir Harald. Harald Snæhólm hóf störf hjá Loftleiðum árið 1961 á DC-6 B.Egill Aðalsteinsson Frantz Håkansson byrjaði einnig 1961 á DC-6B og fór fyrsta túrinn frá Reykjavíkurflugvelli til New York aðeins 21 árs gamall. „Þetta voru svo flottar vélar. Þetta voru vélar frá Pan American, Loftleiðasexurnar. Það var ein með öllu. En það eru til önnur félög, sem ég ætla ekki að nefna, sem fengu eina með engu,“ segir Frantz, en bætir svo við: „Það er hinumegin við brautina.“ Frantz Håkonsson flugstjóri var aðeins 21 árs þegar hann hóf störf hjá Loftleiðum árið 1961.Egill Aðalsteinsson Við tökum eftir því að þarna eru bara karlar. Hvar eru konurnar? „Við erum engir kvenhatarar sko fyrir því. En við erum búnir að bjóða flugfreyjunum oft að koma á þetta,“ svarar Emil og tekur fram að þær séu sjálfar með sín eigin félög og meira að segja þrjú félög. „Þannig að þeim fannst ekki rétt að mixa við okkur gamlingjana.“ -Þær vilja bara ekkert hitta ykkur? „Nei, en þær eru velkomnar, svo sannarlega,“ svarar Emil. Tvær Loftleiðasexur, DC-6B, og ein Flugfélagssexa fjær.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir -En hvað var svona gaman við Loftleiðir? „Það var bara andinn í fyrirtækinu. Að láta hlutina ganga. Gera það sem þurfti og halda þessu öllu saman gangandi þó að bjátaði eitthvað á eða væru einhverjar mótbárur eða svoleiðis. Þá héldum við alltaf áfram,“ svarar flugvirkinn Einar Knútsson. Rolls Royce 400 var markaðsheitið sem Loftleiðamenn völdu á Canadair CL-44. Sín á kölluðu þeir vélarnar „Monsa“ þar sem þær þóttu eins og „monster“ en eftir lengingu tóku þær 189 farþega í sæti.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Haukur, sonur Alfreðs Elíassonar, náði að vinna hjá Loftleiðum sem sumarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að fjölskyldunni þyki vænt um þessa samheldni Loftleiðamanna. „Mér þykir mjög vænt um það og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Haukur. „Það er verið að vinna að ýmsum málum núna. Við erum að fara að gefa út myndabók um Loftleiðaævintýrið. Við erum að fara að gefa út líka Alfreðs sögu og Loftleiða á ensku í styttra formi. Þannig að það er svona ýmislegt í bígerð,“ segir Haukur. Haukur Alfreðsson vann hjá Loftleiðum sem hleðslumaður á Keflavikurflugvelli á sumrin.Egill Aðalsteinsson -En um hvað er svo talað á fundum? „Gamla daga. Gömul kynni gleymast ei,“ svarar Emil og hlær. „Það eru sagðar allskonar sögur. Manstu þegar mótorinn fór á þessari vél og svona. Allskonar ævintýri sem menn eru að tala um,“ segir Emil. Fréttir af flugi Icelandair Eldri borgarar Einu sinni var... Kópavogur Tengdar fréttir Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42 Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Cargolux, skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum. 7. mars 2020 07:22 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Gamla flugstöðin í Keflavík hverfur Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. 8. desember 2017 21:15 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Þótt hálf öld sé liðin í ár frá því Loftleiðir og Flugfélag Íslands sameinuðust árið 1973 í Flugleiðir, nú Icelandair, þá hættu Loftleiðamenn ekki að vera til. Þeir hittast enn í hverjum mánuði. Við brugðum okkur inn á klúbbfund í fréttum Stöðvar 2. Félagsskapurinn heitir Aðdáendaklúbbur Loftleiða, fundarstaðurinn er Café Atlanta í Kópavogi, og svo spenntir eru félagsmenn að hittast að þeir eru flestir mættir löngu fyrir boðaðan fundartíma. Emil Guðmundsson, sem lengi var hótelstjóri á Loftleiðum, segir að þar hafi klúbburinn orðið til. „Það hittust nokkrir Loftleiðamenn á Hótel Loftleiðum í gamla daga og drukku þar kaffi. Dagfinnur var þar og nokkrir flugstjórar. Síðan stækkaði sá hópur,“ segir Emil. Einar Knútsson, flugvirki og síðar flugvélstjóri, segist hafa byrjað hjá Loftleiðum 1. janúar árið 1964. Við tökum eftir því að hann er mættur í bol með Loftleiðamerkinu. „Að sjálfsögðu. Maður verður að halda merkinu uppi,“ segir Einar. Og Emil sýnir okkur Loftleiðahúfuna um leið og hann segir að Loftleiðahjartað slái enn í þessum hópi. Einar Knútsson flugvirki mætti í Loftleiðabol og með Loftleiðahúfu á höfði. Egill Aðalsteinsson Harald Snæhólm, sem byrjaði 1961 að fljúga hjá Loftleiðum á Douglas DC-6B, segir að starfsmannaandinn hafi verið einstakur hjá Loftleiðum. „Rosalega góður andi. Allir lögðust á eitt. Og ef við þurftum að yfirfljúga Ísland og fórum til Lúxemborgar, þá fórum við bara til baka aftur, án þess að taka hvíld. Við vorum ekkert að skilja tvöhundruð farþega eftir í Lúxemborg,“ segir Harald. Harald Snæhólm hóf störf hjá Loftleiðum árið 1961 á DC-6 B.Egill Aðalsteinsson Frantz Håkansson byrjaði einnig 1961 á DC-6B og fór fyrsta túrinn frá Reykjavíkurflugvelli til New York aðeins 21 árs gamall. „Þetta voru svo flottar vélar. Þetta voru vélar frá Pan American, Loftleiðasexurnar. Það var ein með öllu. En það eru til önnur félög, sem ég ætla ekki að nefna, sem fengu eina með engu,“ segir Frantz, en bætir svo við: „Það er hinumegin við brautina.“ Frantz Håkonsson flugstjóri var aðeins 21 árs þegar hann hóf störf hjá Loftleiðum árið 1961.Egill Aðalsteinsson Við tökum eftir því að þarna eru bara karlar. Hvar eru konurnar? „Við erum engir kvenhatarar sko fyrir því. En við erum búnir að bjóða flugfreyjunum oft að koma á þetta,“ svarar Emil og tekur fram að þær séu sjálfar með sín eigin félög og meira að segja þrjú félög. „Þannig að þeim fannst ekki rétt að mixa við okkur gamlingjana.“ -Þær vilja bara ekkert hitta ykkur? „Nei, en þær eru velkomnar, svo sannarlega,“ svarar Emil. Tvær Loftleiðasexur, DC-6B, og ein Flugfélagssexa fjær.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir -En hvað var svona gaman við Loftleiðir? „Það var bara andinn í fyrirtækinu. Að láta hlutina ganga. Gera það sem þurfti og halda þessu öllu saman gangandi þó að bjátaði eitthvað á eða væru einhverjar mótbárur eða svoleiðis. Þá héldum við alltaf áfram,“ svarar flugvirkinn Einar Knútsson. Rolls Royce 400 var markaðsheitið sem Loftleiðamenn völdu á Canadair CL-44. Sín á kölluðu þeir vélarnar „Monsa“ þar sem þær þóttu eins og „monster“ en eftir lengingu tóku þær 189 farþega í sæti.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Haukur, sonur Alfreðs Elíassonar, náði að vinna hjá Loftleiðum sem sumarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að fjölskyldunni þyki vænt um þessa samheldni Loftleiðamanna. „Mér þykir mjög vænt um það og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Haukur. „Það er verið að vinna að ýmsum málum núna. Við erum að fara að gefa út myndabók um Loftleiðaævintýrið. Við erum að fara að gefa út líka Alfreðs sögu og Loftleiða á ensku í styttra formi. Þannig að það er svona ýmislegt í bígerð,“ segir Haukur. Haukur Alfreðsson vann hjá Loftleiðum sem hleðslumaður á Keflavikurflugvelli á sumrin.Egill Aðalsteinsson -En um hvað er svo talað á fundum? „Gamla daga. Gömul kynni gleymast ei,“ svarar Emil og hlær. „Það eru sagðar allskonar sögur. Manstu þegar mótorinn fór á þessari vél og svona. Allskonar ævintýri sem menn eru að tala um,“ segir Emil.
Fréttir af flugi Icelandair Eldri borgarar Einu sinni var... Kópavogur Tengdar fréttir Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42 Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Cargolux, skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum. 7. mars 2020 07:22 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Gamla flugstöðin í Keflavík hverfur Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. 8. desember 2017 21:15 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42
Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Cargolux, skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum. 7. mars 2020 07:22
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30
Gamla flugstöðin í Keflavík hverfur Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. 8. desember 2017 21:15