Logi Geirs grét þegar hann rifjaði upp Ólympíuleikana Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 14:15 Logi Geirsson á Ólympíuleikunum árið 2008. Getty Images Logi Geirsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Stórasta land í heimi með Stefáni Árna Pálssyni hér á Vísi. Í þættinum fer Logi yfir Ólympíuleikanna í Peking árið 2008, þar sem tilfinningarnar bera Loga ofurliði. Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44
Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57
Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti