Það er augljóst að margir hafa ákveðið að byrja nýja árið í hita og sól. Nýjar hárgreiðslur, frumsýningu, stefnumót og áramótaheit má líka finna í Stjörnulífi vikunnar.
Kristín Péturs nýtur lífsins á Kanarí með fjölskyldu og maka.
Jón Jónsson er með alla fjölskylduna á Balí.
Sunneva Einars er í Flórída.
Jón from Iceland er í Tælandi.
Arnhildur Anna, sem tilkynnti óléttu á dögunum, er að dýrka mömmulíkamann. Hún nýtur lífsins og spilar golf á Tenerife.
Lína Birgitta flúði líka kuldann og slakar á í sólinni á Tenerife þessa dagana.
Páll Óskar fór líka til Tenerife um jólin eins og svo margir aðrir Íslendingar og hélt þar ball á gamlárskvöld. Hann er strax búinn að tilkynna að þetta verður endurtekið næstu áramót.
En það eru ekki allir sem velja sól. Listakonan Rakel Tómas fór í þriggja vikna brettaferð í Alpana yfir jólin.
Tónlistarkonan gugusar lét nægja að renna sér í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Camilla Rut og Valli fóru saman á stefnumót. Hann er að vinna að opnun á nýjum veitingastað og Camy er á fullu að hjálpa við undirbúninginn.
Chanel Björk segir skilið við Kastljósið í bili og nýir draumar taka við.
Íslenska kvikmyndin Villibráð var frumsýnd í vikunni og stjörnurnar flykktust á frumsýningu.
Felix Bergsson og Baldur Þórhalsson fóru með syni sínum Guðmundi á kvikmyndina Villibráð. Þuríður Blær, kærasta Guðmundar, fer með stórt hlutverk í myndinni.
Á samfélagsmiðlum mátti einnig sjá margar skemmtilegar myndir frá tökum.
Kolbrún Anna birti fallegar myndir frá frostinu á Íslandi síðustu daga.
Indíana Nanna deilir öfugum áramótaheitum, því sem hún ætlar ekki að gera á árinu.
Tanja Ýr vaknaði dökkhærð. Hún lét lita hárið í vikunni eftir að vera eins í áratug.
Söngkonan Bríet fór líka í klippingu og litun.
HAF hjónin Hafsteinn og Karitas fóru saman í afmæli.
Tónlistarkonan Laufey eyddi tíma með tvíburasystur sinni.
Emmsjé Gauti á tuttugu ára rappafmæli um þessar mundir og skipuleggur tónleika.
Vörumerkjastjórinn Erna Hrund er djúpt sokkin í dramað í kringum Harry og Megan.
Fanney Dóra fagnar heppninni í Sky lagoon.
Elísabet Gunnars fór út að leika um helgina.
Aron Can er í blóma lífsins.
Áslaug Arna átti gæðastundir með vinkonunum.
Katrín Edda fór í myndatöku með hanakambskrúttið sitt.
Birgitta Haukdal birti mynd af sér skína skært á tónleikasviði.