Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2023 11:52 Sá sem varð fyrir hnífsstunguárásinni birti mynd af sér á Instagram eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann sagðist í færslunni vera á batavegi og myndi koma „sterkari og vitrari“ til baka. Instagram Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43