Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 14:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira