„Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. janúar 2023 23:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir lýðræðið ekki sjálfsagðan hlut. Stöð 2 Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. Luiz Inácio Lula da Silva tók við sem forseti Brasilíu á nýársdag en hann hafði betur gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro í forsetakosningunum þann 30. október. Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæltu víða þar sem þeir neituðu að sætta sig við úrslit kosninganna og náðu þau mótmæli hámarki í gær þegar þeir réðust inn í opinberar byggingar í höfuðborginni, þar á meðal brasilíska þinghúsið. Á annað þúsund voru handteknir auk þess sem tugir særðust og hafa yfirvöld gripið til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Forsetinn sagði árásina hafa verið af hálfu fasista og skemmdarvarga. „Það er ekkert fordæmi í sögu landsins. Það er ekkert fordæmi fyrir því sem þetta fólk gerði en þessu fólki verður refsað,“ sagði forsetinn í ávarpi í gær. - Manifestações pacíficas, na forma da lei, fazem parte da democracia. Contudo, depredações e invasões de prédios públicos como ocorridos no dia de hoje, assim como os praticados pela esquerda em 2013 e 2017, fogem à regra.— Jair M. Bolsonaro 2 2 (@jairbolsonaro) January 9, 2023 Bolsonaro var sjálfur staddur í Bandaríkjunum þegar óeirðirnar hófust en í færslum á Twitter virtist hann fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna. Friðsamleg mótmæli væru hluti af lýðræðinu en óeirðir væru það ekki. Of mörg merki þess að verið sé að vega að lýðræðinu Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt óeirðirnar og utanríkisráðherra Íslands segir atburðarásina í gær hafa verið ógnvekjandi og hryggileg. „Þetta er ofbeldi, það er verið að vega að lýðræðislegum stofnunum og þetta er atlaga að lýðræðinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Atburðarásin í gær minnir óneitanlega á árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar fyrir tveimur árum. Ákveðinn pólarísering og upplýsingaóreiða sé að eiga sér stað víða. „Við sjáum þarna að þetta gerist ekki í algjöru tómarúmi. Það eru tvö ár síðan við horfðum upp á atburðarásina í Bandaríkjunum og við sjáum einfaldlega of mörg merki þess að það er svona með einhverjum hætti verið að vega að lýðræðinu,“ segir Þórdís. Nauðsynlegt sé að fordæma slíka atburði um leið og þeir koma upp. Ljóst sé að hlutirnir geti versnað á skömmum tíma og þó hún sjái ekki fyrir sér að sambærileg atburðarás eigi sér stað hér á landi segir hún mikilvægt að allir séu á tánum. „Við auðvitað stöndum ekki frammi fyrir sömu áskorunum en við erum ekki ónæm fyrir þeim og við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut. Það er kannski eitthvað fyrir okkur til þess að hugsa um, að lýðræðið er heldur ekki sjálfsagður hlutur sem er bara gefinn að eilífu, það þarf að vinna fyrir því, hafa fyrir því og standa vörð um það,“ segir Þórdís. Brasilía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Luiz Inácio Lula da Silva tók við sem forseti Brasilíu á nýársdag en hann hafði betur gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro í forsetakosningunum þann 30. október. Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæltu víða þar sem þeir neituðu að sætta sig við úrslit kosninganna og náðu þau mótmæli hámarki í gær þegar þeir réðust inn í opinberar byggingar í höfuðborginni, þar á meðal brasilíska þinghúsið. Á annað þúsund voru handteknir auk þess sem tugir særðust og hafa yfirvöld gripið til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Forsetinn sagði árásina hafa verið af hálfu fasista og skemmdarvarga. „Það er ekkert fordæmi í sögu landsins. Það er ekkert fordæmi fyrir því sem þetta fólk gerði en þessu fólki verður refsað,“ sagði forsetinn í ávarpi í gær. - Manifestações pacíficas, na forma da lei, fazem parte da democracia. Contudo, depredações e invasões de prédios públicos como ocorridos no dia de hoje, assim como os praticados pela esquerda em 2013 e 2017, fogem à regra.— Jair M. Bolsonaro 2 2 (@jairbolsonaro) January 9, 2023 Bolsonaro var sjálfur staddur í Bandaríkjunum þegar óeirðirnar hófust en í færslum á Twitter virtist hann fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna. Friðsamleg mótmæli væru hluti af lýðræðinu en óeirðir væru það ekki. Of mörg merki þess að verið sé að vega að lýðræðinu Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt óeirðirnar og utanríkisráðherra Íslands segir atburðarásina í gær hafa verið ógnvekjandi og hryggileg. „Þetta er ofbeldi, það er verið að vega að lýðræðislegum stofnunum og þetta er atlaga að lýðræðinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Atburðarásin í gær minnir óneitanlega á árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar fyrir tveimur árum. Ákveðinn pólarísering og upplýsingaóreiða sé að eiga sér stað víða. „Við sjáum þarna að þetta gerist ekki í algjöru tómarúmi. Það eru tvö ár síðan við horfðum upp á atburðarásina í Bandaríkjunum og við sjáum einfaldlega of mörg merki þess að það er svona með einhverjum hætti verið að vega að lýðræðinu,“ segir Þórdís. Nauðsynlegt sé að fordæma slíka atburði um leið og þeir koma upp. Ljóst sé að hlutirnir geti versnað á skömmum tíma og þó hún sjái ekki fyrir sér að sambærileg atburðarás eigi sér stað hér á landi segir hún mikilvægt að allir séu á tánum. „Við auðvitað stöndum ekki frammi fyrir sömu áskorunum en við erum ekki ónæm fyrir þeim og við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut. Það er kannski eitthvað fyrir okkur til þess að hugsa um, að lýðræðið er heldur ekki sjálfsagður hlutur sem er bara gefinn að eilífu, það þarf að vinna fyrir því, hafa fyrir því og standa vörð um það,“ segir Þórdís.
Brasilía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50
Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00