Margrét hitti goðsögnina Buffon strax á fyrsta degi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 23:30 Margrét Árnadóttir er orðin leikmaður Parma, líkt og Gianluigi Buffon. Vísir/Diego/Getty Images Margrét Árnadóttir samdi við lið Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Hún var vart lent á Ítalíu þegar hún hafði fengið sjálfu með einni af skærustu stjörnum Parma, goðsögninni Gianluigi Buffon. Margrét, sem verður 24 ára á árinu, hefur til þessa aðeins spilað fyrir Þór/KA hér á landi. Eftir að samningur hennar rann út skömmu fyrir áramót og þann 28. desember hafði Parma samband. Fór það svo að Margrét skrifaði undir samning út þetta tímabil með möguleika á ári til viðbótar. Margrét er mætt til Ítalíu og segja má að lífið á Ítalíu byrjar vel. Á Twitter-síðu sem sérhæfir sig í fréttum af kvennaliði Parma má nefnilega sjá mynd af Margréti og Gianluigi Buffon. Sá er orðinn 44 ára gamall en er þó enn að spila með uppeldisfélagi sínu. Frægastur er Buffon þó fyrir veru sína hjá Juventus þar sem hann vann fjölda titla. Þá varð hann heimsmeistari með Ítalíu sumarið 2006. Margrét Árnadóttir è già in Italia. Le sue dichiarazioni sul sito della sua ormai ex squadra, il Thór/KA: "La sera del 28 dicembre ho ricevuto una telefonata che diceva che la squadra voleva propormi un contratto e la mattina dopo è arrivata la bozza. Ho avuto quasi solo un (1/2) pic.twitter.com/qoI5f14Mtu— Le Gialloblù - News Parma Calcio Femminile (@legialloblu) January 8, 2023 Parma er sem stendur í 10. og neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Margrét bjartsýn fyrir komandi átök: „Þótt þær séu í erfiðri stöðu akkúrat núna er þetta mjög professional klúbbur og með mikla sögu. Síðan eru líka nægir leikir til að snúa stöðunni sér í hag.“ Margrét verður fimmti Íslendingurinn í Serie A kvenna. Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Juventus, Guðný Árnadóttir er hjá AC Milan, Alexandra Jóhannsdóttir er hjá Fiorentina og Anna Björk Kristjánsdóttir er á mála hjá Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Margrét, sem verður 24 ára á árinu, hefur til þessa aðeins spilað fyrir Þór/KA hér á landi. Eftir að samningur hennar rann út skömmu fyrir áramót og þann 28. desember hafði Parma samband. Fór það svo að Margrét skrifaði undir samning út þetta tímabil með möguleika á ári til viðbótar. Margrét er mætt til Ítalíu og segja má að lífið á Ítalíu byrjar vel. Á Twitter-síðu sem sérhæfir sig í fréttum af kvennaliði Parma má nefnilega sjá mynd af Margréti og Gianluigi Buffon. Sá er orðinn 44 ára gamall en er þó enn að spila með uppeldisfélagi sínu. Frægastur er Buffon þó fyrir veru sína hjá Juventus þar sem hann vann fjölda titla. Þá varð hann heimsmeistari með Ítalíu sumarið 2006. Margrét Árnadóttir è già in Italia. Le sue dichiarazioni sul sito della sua ormai ex squadra, il Thór/KA: "La sera del 28 dicembre ho ricevuto una telefonata che diceva che la squadra voleva propormi un contratto e la mattina dopo è arrivata la bozza. Ho avuto quasi solo un (1/2) pic.twitter.com/qoI5f14Mtu— Le Gialloblù - News Parma Calcio Femminile (@legialloblu) January 8, 2023 Parma er sem stendur í 10. og neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Margrét bjartsýn fyrir komandi átök: „Þótt þær séu í erfiðri stöðu akkúrat núna er þetta mjög professional klúbbur og með mikla sögu. Síðan eru líka nægir leikir til að snúa stöðunni sér í hag.“ Margrét verður fimmti Íslendingurinn í Serie A kvenna. Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Juventus, Guðný Árnadóttir er hjá AC Milan, Alexandra Jóhannsdóttir er hjá Fiorentina og Anna Björk Kristjánsdóttir er á mála hjá Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira