Margrét hitti goðsögnina Buffon strax á fyrsta degi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 23:30 Margrét Árnadóttir er orðin leikmaður Parma, líkt og Gianluigi Buffon. Vísir/Diego/Getty Images Margrét Árnadóttir samdi við lið Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dögunum. Hún var vart lent á Ítalíu þegar hún hafði fengið sjálfu með einni af skærustu stjörnum Parma, goðsögninni Gianluigi Buffon. Margrét, sem verður 24 ára á árinu, hefur til þessa aðeins spilað fyrir Þór/KA hér á landi. Eftir að samningur hennar rann út skömmu fyrir áramót og þann 28. desember hafði Parma samband. Fór það svo að Margrét skrifaði undir samning út þetta tímabil með möguleika á ári til viðbótar. Margrét er mætt til Ítalíu og segja má að lífið á Ítalíu byrjar vel. Á Twitter-síðu sem sérhæfir sig í fréttum af kvennaliði Parma má nefnilega sjá mynd af Margréti og Gianluigi Buffon. Sá er orðinn 44 ára gamall en er þó enn að spila með uppeldisfélagi sínu. Frægastur er Buffon þó fyrir veru sína hjá Juventus þar sem hann vann fjölda titla. Þá varð hann heimsmeistari með Ítalíu sumarið 2006. Margrét Árnadóttir è già in Italia. Le sue dichiarazioni sul sito della sua ormai ex squadra, il Thór/KA: "La sera del 28 dicembre ho ricevuto una telefonata che diceva che la squadra voleva propormi un contratto e la mattina dopo è arrivata la bozza. Ho avuto quasi solo un (1/2) pic.twitter.com/qoI5f14Mtu— Le Gialloblù - News Parma Calcio Femminile (@legialloblu) January 8, 2023 Parma er sem stendur í 10. og neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Margrét bjartsýn fyrir komandi átök: „Þótt þær séu í erfiðri stöðu akkúrat núna er þetta mjög professional klúbbur og með mikla sögu. Síðan eru líka nægir leikir til að snúa stöðunni sér í hag.“ Margrét verður fimmti Íslendingurinn í Serie A kvenna. Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Juventus, Guðný Árnadóttir er hjá AC Milan, Alexandra Jóhannsdóttir er hjá Fiorentina og Anna Björk Kristjánsdóttir er á mála hjá Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Margrét, sem verður 24 ára á árinu, hefur til þessa aðeins spilað fyrir Þór/KA hér á landi. Eftir að samningur hennar rann út skömmu fyrir áramót og þann 28. desember hafði Parma samband. Fór það svo að Margrét skrifaði undir samning út þetta tímabil með möguleika á ári til viðbótar. Margrét er mætt til Ítalíu og segja má að lífið á Ítalíu byrjar vel. Á Twitter-síðu sem sérhæfir sig í fréttum af kvennaliði Parma má nefnilega sjá mynd af Margréti og Gianluigi Buffon. Sá er orðinn 44 ára gamall en er þó enn að spila með uppeldisfélagi sínu. Frægastur er Buffon þó fyrir veru sína hjá Juventus þar sem hann vann fjölda titla. Þá varð hann heimsmeistari með Ítalíu sumarið 2006. Margrét Árnadóttir è già in Italia. Le sue dichiarazioni sul sito della sua ormai ex squadra, il Thór/KA: "La sera del 28 dicembre ho ricevuto una telefonata che diceva che la squadra voleva propormi un contratto e la mattina dopo è arrivata la bozza. Ho avuto quasi solo un (1/2) pic.twitter.com/qoI5f14Mtu— Le Gialloblù - News Parma Calcio Femminile (@legialloblu) January 8, 2023 Parma er sem stendur í 10. og neðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Margrét bjartsýn fyrir komandi átök: „Þótt þær séu í erfiðri stöðu akkúrat núna er þetta mjög professional klúbbur og með mikla sögu. Síðan eru líka nægir leikir til að snúa stöðunni sér í hag.“ Margrét verður fimmti Íslendingurinn í Serie A kvenna. Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Juventus, Guðný Árnadóttir er hjá AC Milan, Alexandra Jóhannsdóttir er hjá Fiorentina og Anna Björk Kristjánsdóttir er á mála hjá Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira