Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði bjart að mestu sunnantil en líkur á dálitlum éljum syðst á landinu. Hiti verði yfirleitt um frostmark en allt að fjórum stigum suðvestantil og í Eyjum.
„Það verður svipað veður á morgun, norðlæg átt 5-13 og áfram él norðanlands, annars yfirleitt bjart en líkur á éljum syðst á landinu annað kvöld. Kólnandi veður, hiti um eða undir frostmarki síðdegis.
Á fimmtudag verður norðaustlæg átt 8-15, skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Víða vægt frost,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s og él norðan- og austanlands. Víða bjart sunnan heiða, en stöku él syðst á landinu um kvöldið. Frost 0 til 6 stig.
Á fimmtudag: Norðaustlæg átt 5-13 og bjartviðri, en skýjað norðan- og austanlands og dálítil él við ströndina. Kólnandi veður.
Á föstudag og laugardag: Norðlæg átt 5-10 og léttskýjað, en lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi. Frost víða 5 til 15 stig.
Á sunnudag: Norðlæg átt, skýjað og lítilsháttar él norðan- og austanlands en léttskýjað suðvestantil. Áfram talsvert frost um allt land.
Á mánudag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Líkur á vaxandi suðaustanátt síðdegis með snjókomu sunnan- og vestanlands. Dregur heldur úr frosti um kvöldið.