Hvað verða margar á bílprófsaldri í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 14:30 Auður Ólafsdóttir kemur hér skilboðum til sinna ungu stelpna í leik í 1. deild kvenna í vetur. Instagram/@stjarnankarfa Kvennalið Stjörnunnar hefur farið á kostum í 1. deild kvenna og VÍS-bikarnum í körfubolta í vetur en í kvöld fær þetta unga og skemmtilega lið risastórt próf. Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka. VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Stjarnan mætir þá Keflavík í undanúrslitaleik VÍS bikars kvenna í Laugardagshöllinni en Keflavíkurkonur eru á toppnum í Subway deildinni og hafa verið besta liðið á landinu í vetur. Stjörnukonur hafa unnið alla fjórtán leiki sína á leiktíðinni, alla tólf deildarleikina í b-deildinni og svo báða bikarleikina þar sem liði sló meðal annars út efstudeildarliði ÍR í átta liða úrslitunum. Það sem gerir þennan árangur Stjörnuliðsins enn athyglisverðari er hversu ungt liðið er en fáar í liðinu eru í raun gengnar upp í meistaraflokkinn. Það er því hreinlega spurning um það hversu verða margar með bílpróf í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Í bikarsigrinum á ÍR í síðustu umferð þá byrjuðu hin 25 ára gamla Riley Marie Popplewell og hin nítján ára A-landsliðskona Diljá Ögn Lárusdóttir. Hinar sem byrjuðu leikinn voru hin átján ára gamla Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og svo tvær fimmtán ára stelpur, Ísold Sævarsdóttir og Bára Björk Óladóttir. Í síðasta deildarleik voru í byrjunarliðinu hin nítján ára Diljá Ögn, hin átján ára Bergdís Lilja og hin fimmtán ára Bára Björk allar í byrjunarliðinu en hinar sen byrjuðu þann leik voru Kolbrún María Ármannsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sem eru báðar fimmtán ára. Meirihluti byrjunarliðsins í síðasta deildarleik voru því stelpur fæddar árið 2007. Í bikarsigrinum á ÍR þá voru síðan tvær fimmtán ára stelpur í Stjörnuliðinu afar atkvæðamiklar en þær skoruðu í leiknum 21 stig (Ísold Sævarsdóttir) og 19 stig (Kolbrún María Ármannsdóttir). Tvær fimmtán ára stelpur til viðbótar hafa einnig fengið að byrja leik í 1. deildinni í vetur en það eru þær Heiðrún Björg Hlynsdóttir og Fanney María Freysdóttir. Það þarf ekkert að deila um það að 2007-árangurinn í Stjörnunni er næstum því allur farinn að láta til sín taka í meistaraflokki þótt að það séu enn fimm ár í að þær gangi upp í meistaraflokk. „Við erum öll rosalega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er stórleikur og það er fróðlegt að fá að máta okkur við Subway-deildarliðin þar sem að við sitjum efstar í 1. deildinni,“ sagði Auður Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta verður mjög erfiður leikur og Keflavík spilar skemmtilegan körfubolta. Við förum í þennan leik, eins og alla aðra leiki, til að vinna. Svo veit maður alveg að í bikarkeppni getur ýmislegt gerst. Við áttum okkur alveg á því að þetta er risabiti,“ sagði Auður. Leikur Stjörnunnar og Keflavík hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. Á undan, eða klukkan 17.15, verður hinn undanúrslitaleikurinn milli Snæfells og Hauka.
VÍS-bikarinn Stjarnan Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira